Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 10:39 Ádrepa Morrissey (t.h.) um vók hugnaðist ekki Nick Cave (t.v.) þótt hann væri að ýmsu leyti sammála henni. Vísir Ástralski tónlistamaðurinn Nick Cave hefur upplýst að hann hafi hafnað því að vinna með breska söngvaranum Morrissey að lagi sem Cave lýsir sem „langloku“ gegn „vók“. Lag Morrissey hafi verið óþarflega ögrandi og „svolítið kjánalegt“. Morrissey, sem var þekktastur sem annar forsprakka hljómsveitarinnar The Smiths á 9. áratug síðustu aldar, nálgaðist Cave um að hann syngi með honum lag í fyrra. Í svari við spurningu aðdáanda á vefsíðu sinni segist Cave hafa hafnað því þar sem lagið hafi verið „óþarflega ögrandi og svolítið kjánaleg andvók (e. anti-woke) langloka“. Ekki er þó svo að skilja að Cave skilgreini sjálfan sig sem vók. Þvert á móti segist hann hafa að einhverju leyti verið sammála því sem Morrissey reyndi að koma á framfæri í laginu. Það hafi bara ekki verið fyrir hann. „Ég reyni að halda pólitík, hvort sem hún er af menningarlegum toga eða öðrum, út úr tónlistinni sem ég tek þátt í. Mér finnst að hún dragi úr vægi hennar og vinni gegn því sem ég er að reyna að ná fram,“ skrifaði Cave. Fór Cave ennfremur lofsorðum um Morrissey og lýsti honum sem líklega besta textahöfundi sinnar kynslóðar. Þykir gott að reita fólk til reiði Margir aðdáendur The Smiths og Morrissey hafa orðið fráhverfir honum á síðustu árum en söngvarinn hefur tekið sér stöðu á hægri jaðri breskra stjórnmála og daðrað við hvíta þjóðernishyggju. Cave sagði í svari sínu að Morrissey væri óneitanlega flókinn maður sem skiptar skoðanir væru um. Hann virtist njóta þess að reita fólk til reiði. Sjálfum fyndist Cave það ekki spennandi. Ástralinn hefur sjálfur gagnrýnt það sem hefur verið nefnt vók hugmyndafræði á undanförnum árum. Árið 2019 sagði hann að þrátt fyrir góðan ásetning skorti hana auðmýkt og að hún væri of kreddukennd. Í fyrra bætti hann við að þótt hann aðhylltist sjálfur félagslegt réttlæti væri hann ekki sáttur við þær aðferðir sem beitt hefði verið til þess að ná því fram, að útiloka fólk og þagga niður í því, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Vók heitt umræðuefni öldunga eins og Cave og Morrissey Hugtakið vók (e. woke) hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu, ekki síst í aldurhópum tónlistarmannanna tveggja sem eru á sjötugs- og áttræðisaldri. Það á uppruna sinn að rekja til blökkumanna í Bandaríkjunum og þýðir meðvitund eða árvekni um kerfisbundna mismunun sem þeir hafa sætt þar frá upphafi vega. Í seinni tíð hefur það einnig verið notað um meðvitund um ýmis konar annað félagslegt óréttlæti. Eftir að hugtakið fékk meiri útbreiðslu í tengslum við mikil mótmæli og kynþáttaóeirðir í borginni Ferguson í Bandaríkjunum þar sem hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan blökkumann til bana varð það að skammaryrði í augum marga hægrimanna vestanhafs. Alþjóðleg útbreiðsla þess hófst svo af alvöru eftir MeToo-byltinguna svonefndu og dráp bandarískra lögreglumanna á George Floyd árið 2020. Morrissey tók meðal annars upp hanskann fyrir bæði Harvey Weinstein og Kevin Spacey eftir að þeir voru sakaðir um kynferðisbrot í MeToo-bylgjunni. Deilurnar um ágæti árverkni um félagslegt óréttlæti má að miklu leyti rekja til þess að andstæðar fylkingar leggja ólíkan skilning í hugtakið. Í hugum fylgjenda þess merkir það umburðarlyndi og meðvitund um sögulegt óréttlæti sem minnihlutahópar hafa orðið fyrir. Andstæðingar þess telja því aftur á móti ætlað að þagga niður í ákveðnum röddum, ekki síst þeim sem eru gagnrýnar á útlendinga og trans fólk. Tónlist Tengdar fréttir Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Morrisey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Smiths, fullyrðir að Johnny Marr, fyrrverandi hljómsveitarfélagi sinn, hafi hunsað tilboð um að bandið kæmi aftur saman á tónleikaferðalagi um heiminn. Grunnt hefur verið á því góða hjá Morrisey og Marr í gegnum tíðina. 29. ágúst 2024 23:10 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Morrissey, sem var þekktastur sem annar forsprakka hljómsveitarinnar The Smiths á 9. áratug síðustu aldar, nálgaðist Cave um að hann syngi með honum lag í fyrra. Í svari við spurningu aðdáanda á vefsíðu sinni segist Cave hafa hafnað því þar sem lagið hafi verið „óþarflega ögrandi og svolítið kjánaleg andvók (e. anti-woke) langloka“. Ekki er þó svo að skilja að Cave skilgreini sjálfan sig sem vók. Þvert á móti segist hann hafa að einhverju leyti verið sammála því sem Morrissey reyndi að koma á framfæri í laginu. Það hafi bara ekki verið fyrir hann. „Ég reyni að halda pólitík, hvort sem hún er af menningarlegum toga eða öðrum, út úr tónlistinni sem ég tek þátt í. Mér finnst að hún dragi úr vægi hennar og vinni gegn því sem ég er að reyna að ná fram,“ skrifaði Cave. Fór Cave ennfremur lofsorðum um Morrissey og lýsti honum sem líklega besta textahöfundi sinnar kynslóðar. Þykir gott að reita fólk til reiði Margir aðdáendur The Smiths og Morrissey hafa orðið fráhverfir honum á síðustu árum en söngvarinn hefur tekið sér stöðu á hægri jaðri breskra stjórnmála og daðrað við hvíta þjóðernishyggju. Cave sagði í svari sínu að Morrissey væri óneitanlega flókinn maður sem skiptar skoðanir væru um. Hann virtist njóta þess að reita fólk til reiði. Sjálfum fyndist Cave það ekki spennandi. Ástralinn hefur sjálfur gagnrýnt það sem hefur verið nefnt vók hugmyndafræði á undanförnum árum. Árið 2019 sagði hann að þrátt fyrir góðan ásetning skorti hana auðmýkt og að hún væri of kreddukennd. Í fyrra bætti hann við að þótt hann aðhylltist sjálfur félagslegt réttlæti væri hann ekki sáttur við þær aðferðir sem beitt hefði verið til þess að ná því fram, að útiloka fólk og þagga niður í því, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Vók heitt umræðuefni öldunga eins og Cave og Morrissey Hugtakið vók (e. woke) hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu, ekki síst í aldurhópum tónlistarmannanna tveggja sem eru á sjötugs- og áttræðisaldri. Það á uppruna sinn að rekja til blökkumanna í Bandaríkjunum og þýðir meðvitund eða árvekni um kerfisbundna mismunun sem þeir hafa sætt þar frá upphafi vega. Í seinni tíð hefur það einnig verið notað um meðvitund um ýmis konar annað félagslegt óréttlæti. Eftir að hugtakið fékk meiri útbreiðslu í tengslum við mikil mótmæli og kynþáttaóeirðir í borginni Ferguson í Bandaríkjunum þar sem hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan blökkumann til bana varð það að skammaryrði í augum marga hægrimanna vestanhafs. Alþjóðleg útbreiðsla þess hófst svo af alvöru eftir MeToo-byltinguna svonefndu og dráp bandarískra lögreglumanna á George Floyd árið 2020. Morrissey tók meðal annars upp hanskann fyrir bæði Harvey Weinstein og Kevin Spacey eftir að þeir voru sakaðir um kynferðisbrot í MeToo-bylgjunni. Deilurnar um ágæti árverkni um félagslegt óréttlæti má að miklu leyti rekja til þess að andstæðar fylkingar leggja ólíkan skilning í hugtakið. Í hugum fylgjenda þess merkir það umburðarlyndi og meðvitund um sögulegt óréttlæti sem minnihlutahópar hafa orðið fyrir. Andstæðingar þess telja því aftur á móti ætlað að þagga niður í ákveðnum röddum, ekki síst þeim sem eru gagnrýnar á útlendinga og trans fólk.
Tónlist Tengdar fréttir Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Morrisey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Smiths, fullyrðir að Johnny Marr, fyrrverandi hljómsveitarfélagi sinn, hafi hunsað tilboð um að bandið kæmi aftur saman á tónleikaferðalagi um heiminn. Grunnt hefur verið á því góða hjá Morrisey og Marr í gegnum tíðina. 29. ágúst 2024 23:10 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Morrisey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Smiths, fullyrðir að Johnny Marr, fyrrverandi hljómsveitarfélagi sinn, hafi hunsað tilboð um að bandið kæmi aftur saman á tónleikaferðalagi um heiminn. Grunnt hefur verið á því góða hjá Morrisey og Marr í gegnum tíðina. 29. ágúst 2024 23:10
Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17