Segir stefna í menningarslys á Birkimel Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 19:23 Örn Þór Halldórsson, arkitekt og íbúi á Grenimel. vísir/ívar Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða. Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“ Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“
Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira