Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 11:49 Jón Þór Hauksson tók við ÍA snemma árs 2022 eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson hætti með liðið til að gerast aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/Diego Skagamenn töldu sér þann kost einn nauðugan að skipta um þjálfara vegna afar slæmrar stöðu ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir Jón Þór Hauksson hafa verið sammála því og að nú fari vinna á fullt við að finna arftaka hans. ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert. Besta deild karla ÍA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira