Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson skrifar 16. júní 2025 06:01 Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar