Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2025 07:00 Man United er með rándýran leikmannahóp sem getur þó ekki neitt. Vísir/Getty Images Lengi vel hefur sú mýta gengið manna á milli að enska knattspyrnufélagið Manchester United þurfi að borga meira til að fá leikmenn í sínar raðir heldur en önnur félög. Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira