Ríkjandi meistarinn úr leik og aðeins þrír kylfingar undir pari Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 15:31 Bryson DeChambeau spilaði skelfilegar seinni níu holur í gær og náði ekki í gegnum niðurskurðinn. Cliff Hawkins/Getty Images Eftir tvo keppnisdaga á hinum erfiða Oakmont golfvelli eru aðeins þrír kylfingar með skor undir pari á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Ríkjandi meistarinn Bryson DeChambeau missti af niðurskurðinum. Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira