Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júní 2025 11:55 Bergþór Ólason mætti á fund atvinnuveganefndar eftir allt saman. vísir/vilhelm Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. Fullmannað var á fundi atvinnuveganefndar í morgun þrátt fyrir að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, hafi hótað því að minnihlutinn myndi sniðganga fundinn. Hann sakaði ríkisstjórnina jafnframt um ráðherraræði í gærkvöldi. Frumvarp um veiðigjald var afgreitt úr nefndinni en það var eina málið á dagskrá. Önnur umræða frumvarpsins hefjist á allra næstu dögum. Menn mættu í vinnuna og breytingar gerðar á frumvarpi Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa gengið óvenju vel. Hvernig blasa orð Jóns frá því í gær um að minnihlutinn ætlaði ekki að mæta við þér? Ég held að það hafi bara verið eitthvað upphlaup til að skapa einhverja umræðu en síðan held ég að menn hafi bara séð að sér. Þetta eru nú ekki góð skilaboð út í samfélagið. Að ef menn fá ekki að ráða öllu eins og áður þá ætli menn bara ekkert að mæta í vinnuna. Ekki var tekið tillit til breytingatillagna minnihlutans en Sigurjón segir þó nokkrar breytingar hafa orðið á frumvarpinu við meðferð í nefnd. „Þeir settu fram bókun á fundinum sem var nokkuð harðorð en við erum bara ánægðir með þá vinnu sem fram fór. Það var komið til móts við í enn frekara mæli við smærri útgerðir til að þetta frumvarp verði ekki tilefni til samþjöppunar. Síðan var komið til móts við gjald vegna makríls,“ sagði Sigurjón og mun því veiðigjald af makríl hækka minn en var lagt upp með. Jafnframt var afsláttur fyrir þorsk og ýsu af fyrstu veiddu tonnum aukinn fyrir útgerðirnar. Spenna í loftinu og dauf eyru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður, segir dálitla spennu hafa einkennt andrúmsloftið í morgun. „Þarna auðvitað kom á daginn það sem ráðherra flokksins hafði flaggað að málamiðlanir á milli meirihluta og minnihluta væru ekki í boði. Málið var rifið út úr nefndinni og ljóst að það á að koma því til umræðu sem allra fyrst.“ Minnihlutinn hafi ákveðið að mæta þegar þeir höfðu haft færi til að kynna sér nefndarálitið. Hann segir það ámælisvert að ljúka málinu í nefnd án þess að fá fullnægjandi álit frá Skattinum og Byggðastofnun. „Ég held að allir tali meira en minna fyrir daufum eyrum fyrir stjórnarliðum. Það til dæmis að verða ekki við þessum einföldu óskum um gestakomur lykilaðila. Það auðvitað lengir umræðuna í þingsal. Ég held að þarna hafi stjórnarmeirihlutinn sparað mínútur en kastað klukkustundum.“ Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fullmannað var á fundi atvinnuveganefndar í morgun þrátt fyrir að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, hafi hótað því að minnihlutinn myndi sniðganga fundinn. Hann sakaði ríkisstjórnina jafnframt um ráðherraræði í gærkvöldi. Frumvarp um veiðigjald var afgreitt úr nefndinni en það var eina málið á dagskrá. Önnur umræða frumvarpsins hefjist á allra næstu dögum. Menn mættu í vinnuna og breytingar gerðar á frumvarpi Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa gengið óvenju vel. Hvernig blasa orð Jóns frá því í gær um að minnihlutinn ætlaði ekki að mæta við þér? Ég held að það hafi bara verið eitthvað upphlaup til að skapa einhverja umræðu en síðan held ég að menn hafi bara séð að sér. Þetta eru nú ekki góð skilaboð út í samfélagið. Að ef menn fá ekki að ráða öllu eins og áður þá ætli menn bara ekkert að mæta í vinnuna. Ekki var tekið tillit til breytingatillagna minnihlutans en Sigurjón segir þó nokkrar breytingar hafa orðið á frumvarpinu við meðferð í nefnd. „Þeir settu fram bókun á fundinum sem var nokkuð harðorð en við erum bara ánægðir með þá vinnu sem fram fór. Það var komið til móts við í enn frekara mæli við smærri útgerðir til að þetta frumvarp verði ekki tilefni til samþjöppunar. Síðan var komið til móts við gjald vegna makríls,“ sagði Sigurjón og mun því veiðigjald af makríl hækka minn en var lagt upp með. Jafnframt var afsláttur fyrir þorsk og ýsu af fyrstu veiddu tonnum aukinn fyrir útgerðirnar. Spenna í loftinu og dauf eyru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður, segir dálitla spennu hafa einkennt andrúmsloftið í morgun. „Þarna auðvitað kom á daginn það sem ráðherra flokksins hafði flaggað að málamiðlanir á milli meirihluta og minnihluta væru ekki í boði. Málið var rifið út úr nefndinni og ljóst að það á að koma því til umræðu sem allra fyrst.“ Minnihlutinn hafi ákveðið að mæta þegar þeir höfðu haft færi til að kynna sér nefndarálitið. Hann segir það ámælisvert að ljúka málinu í nefnd án þess að fá fullnægjandi álit frá Skattinum og Byggðastofnun. „Ég held að allir tali meira en minna fyrir daufum eyrum fyrir stjórnarliðum. Það til dæmis að verða ekki við þessum einföldu óskum um gestakomur lykilaðila. Það auðvitað lengir umræðuna í þingsal. Ég held að þarna hafi stjórnarmeirihlutinn sparað mínútur en kastað klukkustundum.“
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira