Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. júní 2025 20:02 Það getur verið ljúft en líka mikilvægt að sofa nógu lengi. Getty Images Offita er vaxandi vandamál hér landi og við eltum þá þróun sem er að gerast í Bandaríkjunum þar sem fitulifur er orðin algengari vegna sykurs en áfengis. Í dag eru um 70 prósent landsmanna í yfirþyngd, 30 prósent fullorðinna skilgreinast með offitu og undanfarin ár hefur algengi offitu barna á Íslandi aukist verulega en um 7,5 prósent barna eru nú talin vera með offitu. Offita eykur hættuna á rúmlega 200 öðrum sjúkdómum Tryggvi Helgason barnalæknir ræddi þessi mál með Lukku og Jóhönnu Vilhjálms í Heilsuhlaðvarpi þeirra en hann hefur í 15 ár unnið með börnum með offitu og fjölskyldum þeirra í Heilsuskóla Barnaspítalans. Tryggvi segir að offita auki líkur á hvorki meira né minna en 200 öðrum sjúkdómum. Offita hafi t.d. í för með sér hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur, háþrýsting, nýrnasjúkdómum og jafnvel á ákveðnum tegundum krabbameina. Hann segir að í dag sé hann að sjá meira frávik í blóðprufum sem þýði að börnin sem leiti aðstoðar séu orðin veikari en áður, sum með fitulifur, háan blóðþrýsting og byrjunareinkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir utan líkamlega heilsu hefur offita áhrif á andlega heilsu barna. „Það er sorglegt að sjá börn með lágt sjálfstraust vegna líkamsþyngdar sinnar. Þau lenda oftar í einelti og eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða og þunglyndi,“ segir Tryggvi. Börn borða oftar næringasnauðan mat Tryggvi leggur áherslu á að þetta sé samfélagslegt vandamál. Ein helsta ástæðan fyrir offitu barna er breyttar neyslu-, svefn- og hreyfivenjur í samfélaginu. Tryggvi bendir á að fæðuframboðið hafi breyst mikið og miklu meira sé til að unnum matvælum. „Börn borða oftar næringasnauðan, unninn mat sem inniheldur mikinn sykur og hátt hlutfall einfaldra kolvetna,“ útskýrir Tryggvi. „Við sjáum líka aukna neyslu á gosdrykkjum og koffíndrykkjum, sem geta haft áhrif á bæði svefn og blóðsykurstjórn.“ Tími foreldra með börnum skiptir máli Jafnframt hafi hreyfing barna minnkað og kyrrseta aukist. „Það er ekki bara maturinn, heldur líka minnkandi hreyfing. Börn eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn og hreyfa sig minna en áður,“ segir Tryggvi og segir alveg ljóst að þessi þáttur spili stórt hlutverk í vaxandi vanda. Tryggvi vill einnig benda á tímann og hvetur fjölskyldur til að skoða hvernig þær skipuleggja tímann sinn. „Hvaða tíma hefur fólk til að elda, hvað er það lengi í vinnunni, hvað er fólk að gera eftir vinnu, hvað er það mikið með börnunum sínum, borðar fjölskyldan saman og hvernig gengur að halda svefninum í lagi?“ Ósofin börn með lélegri seddustjórnun Stór áhrifaþáttur í þessari þróun, sem Tryggvi segir að gleymist oft sé að börn sofi of lítið og undantekningarlaust byrji hann á laga svefninn hjá börnum sem hann hjálpar. „Svefn skiptir sköpum. Börn sem sofa illa borða meira og velja frekar óhollari fæðu. Foreldrar þurfa að tryggja fastar svefnrútínur.“ Tryggvi bendir á að insúlínnæmi minnki með of litlum svefni og seddustjórnun verði lélegri og hann leggur til að farið verði í meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga sem hann fer yfir í þættinum. Aukin fræðsla um hollt mataræði Góður morgunmatur skiptir líka miklu máli samkvæmt Tryggva. „Ég mæli t.d. með hafragraut, grófu brauði með skinku og osti, eggjum og ávöxtum. Það hjálpar börnum að viðhalda jafnvægi í blóðsykri yfir daginn.“ Tryggvi telur nauðsynlegt að auka fræðslu um hollt mataræði og það þurfi að endurskoða skólamatinn. „Við verðum að tryggja að börn fái næringarríkan mat, frekar en sykraðan og unninn mat.“ Enn stærri faraldur sjúkdóma grípi yfirvöld ekki í taumana Um 1960 voru um eitt prósent barna með offitu. Það fór síðan að aukast hratt upp úr 1980 en frá aldamótum hafði hlutfallið haldist í 5% þangað til að rétt fyrir Covid, þá hafi þessi aukning hafist sem sér ekki fyrir endann á. Tryggvi varar við því að ef ekki verði tekið í taumana á þessari þróun eigum við eftir að sjá enn stærri faraldur fjölda sjúkdóma sem séu fylgikvillar offitu - því ef börn þrói með sér offitu séu miklar líkur á að þau verði með offitu sem fullorðnir einstaklingar. „Við getum séð verulegar breytingar ef stjórnvöld kæmu inn í þetta með afgerandi aðgerðum,“ segir hann. „Við getum ekki leyft þessu að þróast áfram án viðbragða.“ Tryggvi er mjög gagnrýninn á viðbragðsleysi stjórnvalda í þættinum og fer yfir fjölda leiða sem hann leggur til, til að bæta ástandið því horfurnar séu ekki góðar. Hér má hlusta á þáttinn í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Heilbrigðismál Svefn Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Offita eykur hættuna á rúmlega 200 öðrum sjúkdómum Tryggvi Helgason barnalæknir ræddi þessi mál með Lukku og Jóhönnu Vilhjálms í Heilsuhlaðvarpi þeirra en hann hefur í 15 ár unnið með börnum með offitu og fjölskyldum þeirra í Heilsuskóla Barnaspítalans. Tryggvi segir að offita auki líkur á hvorki meira né minna en 200 öðrum sjúkdómum. Offita hafi t.d. í för með sér hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur, háþrýsting, nýrnasjúkdómum og jafnvel á ákveðnum tegundum krabbameina. Hann segir að í dag sé hann að sjá meira frávik í blóðprufum sem þýði að börnin sem leiti aðstoðar séu orðin veikari en áður, sum með fitulifur, háan blóðþrýsting og byrjunareinkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir utan líkamlega heilsu hefur offita áhrif á andlega heilsu barna. „Það er sorglegt að sjá börn með lágt sjálfstraust vegna líkamsþyngdar sinnar. Þau lenda oftar í einelti og eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða og þunglyndi,“ segir Tryggvi. Börn borða oftar næringasnauðan mat Tryggvi leggur áherslu á að þetta sé samfélagslegt vandamál. Ein helsta ástæðan fyrir offitu barna er breyttar neyslu-, svefn- og hreyfivenjur í samfélaginu. Tryggvi bendir á að fæðuframboðið hafi breyst mikið og miklu meira sé til að unnum matvælum. „Börn borða oftar næringasnauðan, unninn mat sem inniheldur mikinn sykur og hátt hlutfall einfaldra kolvetna,“ útskýrir Tryggvi. „Við sjáum líka aukna neyslu á gosdrykkjum og koffíndrykkjum, sem geta haft áhrif á bæði svefn og blóðsykurstjórn.“ Tími foreldra með börnum skiptir máli Jafnframt hafi hreyfing barna minnkað og kyrrseta aukist. „Það er ekki bara maturinn, heldur líka minnkandi hreyfing. Börn eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn og hreyfa sig minna en áður,“ segir Tryggvi og segir alveg ljóst að þessi þáttur spili stórt hlutverk í vaxandi vanda. Tryggvi vill einnig benda á tímann og hvetur fjölskyldur til að skoða hvernig þær skipuleggja tímann sinn. „Hvaða tíma hefur fólk til að elda, hvað er það lengi í vinnunni, hvað er fólk að gera eftir vinnu, hvað er það mikið með börnunum sínum, borðar fjölskyldan saman og hvernig gengur að halda svefninum í lagi?“ Ósofin börn með lélegri seddustjórnun Stór áhrifaþáttur í þessari þróun, sem Tryggvi segir að gleymist oft sé að börn sofi of lítið og undantekningarlaust byrji hann á laga svefninn hjá börnum sem hann hjálpar. „Svefn skiptir sköpum. Börn sem sofa illa borða meira og velja frekar óhollari fæðu. Foreldrar þurfa að tryggja fastar svefnrútínur.“ Tryggvi bendir á að insúlínnæmi minnki með of litlum svefni og seddustjórnun verði lélegri og hann leggur til að farið verði í meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga sem hann fer yfir í þættinum. Aukin fræðsla um hollt mataræði Góður morgunmatur skiptir líka miklu máli samkvæmt Tryggva. „Ég mæli t.d. með hafragraut, grófu brauði með skinku og osti, eggjum og ávöxtum. Það hjálpar börnum að viðhalda jafnvægi í blóðsykri yfir daginn.“ Tryggvi telur nauðsynlegt að auka fræðslu um hollt mataræði og það þurfi að endurskoða skólamatinn. „Við verðum að tryggja að börn fái næringarríkan mat, frekar en sykraðan og unninn mat.“ Enn stærri faraldur sjúkdóma grípi yfirvöld ekki í taumana Um 1960 voru um eitt prósent barna með offitu. Það fór síðan að aukast hratt upp úr 1980 en frá aldamótum hafði hlutfallið haldist í 5% þangað til að rétt fyrir Covid, þá hafi þessi aukning hafist sem sér ekki fyrir endann á. Tryggvi varar við því að ef ekki verði tekið í taumana á þessari þróun eigum við eftir að sjá enn stærri faraldur fjölda sjúkdóma sem séu fylgikvillar offitu - því ef börn þrói með sér offitu séu miklar líkur á að þau verði með offitu sem fullorðnir einstaklingar. „Við getum séð verulegar breytingar ef stjórnvöld kæmu inn í þetta með afgerandi aðgerðum,“ segir hann. „Við getum ekki leyft þessu að þróast áfram án viðbragða.“ Tryggvi er mjög gagnrýninn á viðbragðsleysi stjórnvalda í þættinum og fer yfir fjölda leiða sem hann leggur til, til að bæta ástandið því horfurnar séu ekki góðar. Hér má hlusta á þáttinn í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms.
Heilbrigðismál Svefn Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira