Að neyðast til að meta sína eigin umsókn í opinberan sjóð Bogi Ragnarsson skrifar 16. júní 2025 07:00 Í framhaldsskólum taka nemendur lokaverkefni sem eru metin út frá skýrum matskvarða. Kennarar veita rökstudda endurgjöf byggða á öllum matsþáttum, og undirþáttum, og útskýra hvernig einkunn er ákvörðuð. Þetta er ekki bara góð venja – heldur sjálfsagður hluti af faglegu og gagnsæju menntakerfi. En hvað ef þetta væri ekki svona? Hugsum okkur nemanda sem skilar vel unnu lokaverkefni. Kennararnir segja honum að ritgerðin sé fín – en aðrir hafi staðið sig betur. Þegar hann biður um rökstuðning fær hann örstuttan texta sem tekur aðeins á mjög takmörkuðum hluta matskvarðans. Og þegar hann spyr nánar, er honum vísað á óútfylltan kvarða á heimasíðu skólans. Þetta er í raun sú staða sem margir umsækjendur í Þróunarsjóð námsgagna standa frammi fyrir. Þegar matskvarðinn er til staðar, en ekki notaður Þegar höfundur þessarar greinar fékk rökstuðning fyrir synjun á umsókn sinni til Þróunarsjóðs námsgagna, fylgdi aðeins stuttur ákvörðunartexti – án mats á einstökum þáttum og án tilvísunar í þann matskvarða sem sjóðurinn gefur út opinberlega. Vegna þess að ekki var veitt efnisleg rökfærsla um mikilvægi verkefnisins, aðgengi þess eða kennslufræðilegan grundvöll, varð höfundur að grípa til þess að rýna eigin umsókn – og leggja sjálfstætt faglegt mat á hana út frá viðmiðum sjóðsins. Þessi grein byggir á slíkri yfirferð og dregur fram grundvallarspurningar um gagnsæi, samræmi og faglegt verklag opinberra sjóða. Umsókn sem stenst matskvarða – en fær samt synjun Matsliður 1, sem vegur 50% í heildarmati, snýst um gildi og mikilvægi verkefnisins. Þar er spurt um markmið, aðgengi, nýnæmi, kennslufræðilega hugsun og hvernig efnið styður grunnþætti menntunar. Greining á umsókninni sýnir að hún: hefur skýr markmið og er vel útfærð uppfyllir 3 af 4 forgangsatriðum sjóðsins er fyrsta íslenska bókaserían með tvíþættri útgáfu fyrir framhaldsskólanemendur hefur verið prófuð í skólum og er aðgengileg bæði rafrænt og prentað byggir á gagnrýninni hugsun, jafnrétti, lýðræði og sjálfbærni Í öllum þessum atriðum stenst umsóknin með stæl og myndi samkvæmt kvarðanum fá 9–10 stig af 10. Sama gildir um aðra matsliði: verkáætlun og fjárhagsáætlun er skýr og fagleg, og bakgrunnur umsækjanda sýnir bæði reynslu af kennslu, rannsóknum og námsefnisgerð. Í heild ætti umsóknin, samkvæmt opinberum matskvarða, að fá um 9,5 af 10 í heildarmat. Höfundur þessarar greinar er jafnframt höfundur umsóknarinnar og hefur rýnt hana ítarlega út frá matskvarðanum. Mat þetta kann að vera litað af eigin sjónarhorni, en byggist á nákvæmri yfirferð allra liða samkvæmt þeim viðmiðum sem sjóðurinn setur sjálfur. Matið má finna á Facebook síðu höfundar. Rökstuðningur sem fjallar ekki um verkefnið Þrátt fyrir þetta fékk umsóknin einkunnina 6.5 og var flokkuð í „C-flokk“, sem þýðir að hún var ekki lögð til úthlutunar. Rökstuðningurinn sem fylgdi sagði að ekki væri ljóst hverjir sinntu ritrýni eða hvernig hún færi fram. Þetta er í raun lýsing á einu tilviki í ferli verkefnisins – en ekki á heildinni og var að mestu hrakið í síðustu grein. Það vekur áhyggjur að stærsti matsliðurinn, sem vegur helming heildarmatsins, er hvergi nefndur í rökstuðningnum og umsóknin metin út frá undirþætti sem vegur miklu minna. Vantar matskvarða með rökstuðningi Það sem eykur á óvissuna er að engin rökstuðningur var veittur út frá matskvarðanum sjálfum – aðeins stuttur „ákvörðunartexti“ fylgdi með synjuninni. Umsækjandi hafði kallað sérstaklega eftir því að fá mat á grundvelli þeirra liða sem koma fram í matskvarðanum, en engin slík greinargóð skýrsla fylgdi. Í kjölfar þess var haft samband við umsjónarmann sjóðsins og sérstaklega óskað eftir því að fá mat samkvæmt matskvarðanum. Engin viðbrögð hafa borist við þeirri beiðni – þrátt fyrir að um eðlilega gagnsæiskröfu hafi verið að ræða. Ef matskvarðinn hefði verið útfylltur, hefði verið eðlilegt að hann fylgdi með upphaflega rökstuðningnum. Þá hefði einnig átt að vera hægur vandi að senda hann í kjölfar beiðninnar. Það að slíkur kvarði hafi hvorki fylgt með né verið afhentur síðar bendir til þess að hann hafi ekki verið notaður við matið – eða að ekki hafi verið talin þörf á að skila af sér útfylltu mati, þrátt fyrir að slíkt eigi að vera grunnstoð matsferlis. Þetta vekur spurningar um hvort matskvarðinn hafi verið notaður að fullu eða útfylltur yfirhöfuð – og hvort stjórnin hafi í raun byggt ákvörðun sína á heildarmati. Sé það raunin dregur það verulega úr gagnsæi og skapar hættu á að mat verði tilviljanakennt eða byggt á misvísandi áherslum. Atriðin sem tekin eru fram í rökstuðningi endurspegla aðeins hluta matskvarðans og gefa þar með ranga eða ófullnægjandi mynd af umsókninni í heild. Þetta vekur spurningar um hvort sjálft matið hafi verið heildstætt – eða hvort túlkun matsins hafi vísvitandi eða óvart orðið of þröng. Þegar stærsti matsliðurinn er ekki til umræðu í rökstuðningi eru blikur á lofti um að kerfið sjálft virði ekki sín eigin viðmið. Þegar form fær meira vægi en faglegt innihald Þetta er ekki bara einkamál höfundar. Það varpar ljósi á stærra kerfisvandamál: Ef verkefni með rótgróinni þróun, sem hefur verið prófað og nýtist í skólum, fær synjun fyrir óskýra lýsingu á einum verkhluta, að mati sjóðsins, hljótum við að spyrja: Hvað er í raun verið að meta? Ný lög verða að efla gæði og aðgengi Í nýjum lögum um námsgögn er áhersla lögð á að efla gæði og aðgengi. Það verður ekki gert nema með gagnsæju og samræmdu mati. Umsækjendur eiga rétt á að vita hvernig umsóknir þeirra eru metnar – og rökstuðningur á að byggja á öllum matsþáttum. Í næstu grein: Hvernig geta umsækjendur í opinbera sjóði unnið „rétt“ – þegar forsendurnar eru þversagnakenndar? Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldsskólum taka nemendur lokaverkefni sem eru metin út frá skýrum matskvarða. Kennarar veita rökstudda endurgjöf byggða á öllum matsþáttum, og undirþáttum, og útskýra hvernig einkunn er ákvörðuð. Þetta er ekki bara góð venja – heldur sjálfsagður hluti af faglegu og gagnsæju menntakerfi. En hvað ef þetta væri ekki svona? Hugsum okkur nemanda sem skilar vel unnu lokaverkefni. Kennararnir segja honum að ritgerðin sé fín – en aðrir hafi staðið sig betur. Þegar hann biður um rökstuðning fær hann örstuttan texta sem tekur aðeins á mjög takmörkuðum hluta matskvarðans. Og þegar hann spyr nánar, er honum vísað á óútfylltan kvarða á heimasíðu skólans. Þetta er í raun sú staða sem margir umsækjendur í Þróunarsjóð námsgagna standa frammi fyrir. Þegar matskvarðinn er til staðar, en ekki notaður Þegar höfundur þessarar greinar fékk rökstuðning fyrir synjun á umsókn sinni til Þróunarsjóðs námsgagna, fylgdi aðeins stuttur ákvörðunartexti – án mats á einstökum þáttum og án tilvísunar í þann matskvarða sem sjóðurinn gefur út opinberlega. Vegna þess að ekki var veitt efnisleg rökfærsla um mikilvægi verkefnisins, aðgengi þess eða kennslufræðilegan grundvöll, varð höfundur að grípa til þess að rýna eigin umsókn – og leggja sjálfstætt faglegt mat á hana út frá viðmiðum sjóðsins. Þessi grein byggir á slíkri yfirferð og dregur fram grundvallarspurningar um gagnsæi, samræmi og faglegt verklag opinberra sjóða. Umsókn sem stenst matskvarða – en fær samt synjun Matsliður 1, sem vegur 50% í heildarmati, snýst um gildi og mikilvægi verkefnisins. Þar er spurt um markmið, aðgengi, nýnæmi, kennslufræðilega hugsun og hvernig efnið styður grunnþætti menntunar. Greining á umsókninni sýnir að hún: hefur skýr markmið og er vel útfærð uppfyllir 3 af 4 forgangsatriðum sjóðsins er fyrsta íslenska bókaserían með tvíþættri útgáfu fyrir framhaldsskólanemendur hefur verið prófuð í skólum og er aðgengileg bæði rafrænt og prentað byggir á gagnrýninni hugsun, jafnrétti, lýðræði og sjálfbærni Í öllum þessum atriðum stenst umsóknin með stæl og myndi samkvæmt kvarðanum fá 9–10 stig af 10. Sama gildir um aðra matsliði: verkáætlun og fjárhagsáætlun er skýr og fagleg, og bakgrunnur umsækjanda sýnir bæði reynslu af kennslu, rannsóknum og námsefnisgerð. Í heild ætti umsóknin, samkvæmt opinberum matskvarða, að fá um 9,5 af 10 í heildarmat. Höfundur þessarar greinar er jafnframt höfundur umsóknarinnar og hefur rýnt hana ítarlega út frá matskvarðanum. Mat þetta kann að vera litað af eigin sjónarhorni, en byggist á nákvæmri yfirferð allra liða samkvæmt þeim viðmiðum sem sjóðurinn setur sjálfur. Matið má finna á Facebook síðu höfundar. Rökstuðningur sem fjallar ekki um verkefnið Þrátt fyrir þetta fékk umsóknin einkunnina 6.5 og var flokkuð í „C-flokk“, sem þýðir að hún var ekki lögð til úthlutunar. Rökstuðningurinn sem fylgdi sagði að ekki væri ljóst hverjir sinntu ritrýni eða hvernig hún færi fram. Þetta er í raun lýsing á einu tilviki í ferli verkefnisins – en ekki á heildinni og var að mestu hrakið í síðustu grein. Það vekur áhyggjur að stærsti matsliðurinn, sem vegur helming heildarmatsins, er hvergi nefndur í rökstuðningnum og umsóknin metin út frá undirþætti sem vegur miklu minna. Vantar matskvarða með rökstuðningi Það sem eykur á óvissuna er að engin rökstuðningur var veittur út frá matskvarðanum sjálfum – aðeins stuttur „ákvörðunartexti“ fylgdi með synjuninni. Umsækjandi hafði kallað sérstaklega eftir því að fá mat á grundvelli þeirra liða sem koma fram í matskvarðanum, en engin slík greinargóð skýrsla fylgdi. Í kjölfar þess var haft samband við umsjónarmann sjóðsins og sérstaklega óskað eftir því að fá mat samkvæmt matskvarðanum. Engin viðbrögð hafa borist við þeirri beiðni – þrátt fyrir að um eðlilega gagnsæiskröfu hafi verið að ræða. Ef matskvarðinn hefði verið útfylltur, hefði verið eðlilegt að hann fylgdi með upphaflega rökstuðningnum. Þá hefði einnig átt að vera hægur vandi að senda hann í kjölfar beiðninnar. Það að slíkur kvarði hafi hvorki fylgt með né verið afhentur síðar bendir til þess að hann hafi ekki verið notaður við matið – eða að ekki hafi verið talin þörf á að skila af sér útfylltu mati, þrátt fyrir að slíkt eigi að vera grunnstoð matsferlis. Þetta vekur spurningar um hvort matskvarðinn hafi verið notaður að fullu eða útfylltur yfirhöfuð – og hvort stjórnin hafi í raun byggt ákvörðun sína á heildarmati. Sé það raunin dregur það verulega úr gagnsæi og skapar hættu á að mat verði tilviljanakennt eða byggt á misvísandi áherslum. Atriðin sem tekin eru fram í rökstuðningi endurspegla aðeins hluta matskvarðans og gefa þar með ranga eða ófullnægjandi mynd af umsókninni í heild. Þetta vekur spurningar um hvort sjálft matið hafi verið heildstætt – eða hvort túlkun matsins hafi vísvitandi eða óvart orðið of þröng. Þegar stærsti matsliðurinn er ekki til umræðu í rökstuðningi eru blikur á lofti um að kerfið sjálft virði ekki sín eigin viðmið. Þegar form fær meira vægi en faglegt innihald Þetta er ekki bara einkamál höfundar. Það varpar ljósi á stærra kerfisvandamál: Ef verkefni með rótgróinni þróun, sem hefur verið prófað og nýtist í skólum, fær synjun fyrir óskýra lýsingu á einum verkhluta, að mati sjóðsins, hljótum við að spyrja: Hvað er í raun verið að meta? Ný lög verða að efla gæði og aðgengi Í nýjum lögum um námsgögn er áhersla lögð á að efla gæði og aðgengi. Það verður ekki gert nema með gagnsæju og samræmdu mati. Umsækjendur eiga rétt á að vita hvernig umsóknir þeirra eru metnar – og rökstuðningur á að byggja á öllum matsþáttum. Í næstu grein: Hvernig geta umsækjendur í opinbera sjóði unnið „rétt“ – þegar forsendurnar eru þversagnakenndar? Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun