Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Agnar Már Másson skrifar 13. júní 2025 10:03 Skátar í skrúðgöngu. vísir/daníel Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Reykjavík á 17. júní á þriðjudaginn. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju en auk þess eru á dagskrá tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt. Í tilkynningu frá borginni segir að hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefjist á Austurvelli kl. 11:10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Athöfnin verður söguleg að nokkru leyti þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Forsætisráðherra leggur svo blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytur ávarp en venju samkvæmt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. VÆB troða upp í Hljómskálagarðinum Skátar leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan 13.00. Í skrúðgöngunni slást leynigestir með í hópinn þeirra á meðal eru allir landvættir Íslands. Lúðrasveitin Svanur leikur undir sér um að slá taktinn.Öllum er velkomið að taka þátt. Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Listhópar Hins Hússins verða með ýmsar uppákomur á víð og dreif um garðinn. Hljómskálagarðurinn verður stútfullur af allskyns skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur er á alla dagskrárliði og í tæki. Dagskrá á sviði: Systurnar Dóra Júlía og Helga Margrét eru skemmtanastjórar á stóra sviðinu. 13:50 Leikhópurinn Lotta 14:30 Dansskóli Birnu Björns 14:40 Lína Langsokkur 15:00 Gugusar 15:20 Dans World Class 15:30 Inspector Spacetime 16:10 Dans Brynju Péturs 16:30 Emmsjé Gauti 17:00 VÆB 13:00-17:00 Krúserklúbburinn verður með glæsilega bílasýningu á Skothúsvegi 14:00-17:00 Reykjavik HEMA Club munu setja upp tvo velli til að skylmast á og leika listir sínar 14:30 Dans Afríka Iceland verður með trommuslátt og dans í garðinum. Víðsvegar um garðinn veða hoppukastalar, skátaþrautabraut, klifurveggu og matarvagnar. Auk þess verður Hringleikur með sirkusatriði á vel völdum stöðum. Dans Afrika Ísland dansar fyrir gesti. Listhópar Hins Hússins verða með blöndu af menningarviðburðum í garðinum. Götuleikhús Hins Hússins sýnir listir sínar í Hljómskálagarði. Matarvagnar á Klambratúni Við fögnum þjóðhátíðardegi Íslendinga á Klambratúni með léttri og skemmtilegri stemningu fyrir alla fjölskylduna sem hefst kl. 13:00. Dagskrá: 13:00 Matarvagnar og leiktæki 13:00 Dj Fusion Groove 14:00 Lúðrasveit Verkalýðsins 14:45 Dans Brynju Péturs 16:00 Dans JSB 15:00 Þorri og Þura fyrir yngstu börnin Harmonikufélag Reykjavíkur mun halda harmonikutónleika og harmonikuball í Ráðhúsinu. Ókeypis verður inn og nóg af sætum fyrir áheyrendur og gólfplássi fyrir dansara. Dagskráin hefst klukkan 15:00 lýkur klukkan 16:00. Þetta verður fjör. Ókeypis fyrir öryrkja og fólk í þjóðbúning Þjóðhátíðardeginum 17. júní verður fagnað á Árbæjarsafni með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem þjóðbúningar, þjóðdansar, fjallkonan, fornbílar, harmonikkuleikur, veitingasala og gömlu góðu sleikjóarnir koma við sögu. Ókeypis aðgangur er fyrir þá sem mæta í þjóðbúningi, öryrkja, börn og menningarkortshafa. Að vanda eru þjóðbúningurinn og þjóðdansar í öndvegi á þessum hátíðardegi og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningi. Fjallkonu Árbæjarsafns verður skautað í safnhúsinu Lækjargötu kl. 14 en eftir það hefst kennsla í þjóðdönsum undir leiðsögn Atla Freys Hjaltasonar í Þjóðdansafélaginu. Nokkrir félagar úr Fornbílaklúbbnum mæta með drossíur sínar sem verða til sýnis á víð og dreif um safnsvæðið. Af nógu er að taka og hægt er að skoða dagskrána og kort yfir götulokanir vegna hátíðahaldanna á www.17juni.is Gestir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í hátíðahöldunum. 17. júní Reykjavík Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefjist á Austurvelli kl. 11:10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Athöfnin verður söguleg að nokkru leyti þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Forsætisráðherra leggur svo blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytur ávarp en venju samkvæmt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. VÆB troða upp í Hljómskálagarðinum Skátar leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan 13.00. Í skrúðgöngunni slást leynigestir með í hópinn þeirra á meðal eru allir landvættir Íslands. Lúðrasveitin Svanur leikur undir sér um að slá taktinn.Öllum er velkomið að taka þátt. Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Listhópar Hins Hússins verða með ýmsar uppákomur á víð og dreif um garðinn. Hljómskálagarðurinn verður stútfullur af allskyns skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur er á alla dagskrárliði og í tæki. Dagskrá á sviði: Systurnar Dóra Júlía og Helga Margrét eru skemmtanastjórar á stóra sviðinu. 13:50 Leikhópurinn Lotta 14:30 Dansskóli Birnu Björns 14:40 Lína Langsokkur 15:00 Gugusar 15:20 Dans World Class 15:30 Inspector Spacetime 16:10 Dans Brynju Péturs 16:30 Emmsjé Gauti 17:00 VÆB 13:00-17:00 Krúserklúbburinn verður með glæsilega bílasýningu á Skothúsvegi 14:00-17:00 Reykjavik HEMA Club munu setja upp tvo velli til að skylmast á og leika listir sínar 14:30 Dans Afríka Iceland verður með trommuslátt og dans í garðinum. Víðsvegar um garðinn veða hoppukastalar, skátaþrautabraut, klifurveggu og matarvagnar. Auk þess verður Hringleikur með sirkusatriði á vel völdum stöðum. Dans Afrika Ísland dansar fyrir gesti. Listhópar Hins Hússins verða með blöndu af menningarviðburðum í garðinum. Götuleikhús Hins Hússins sýnir listir sínar í Hljómskálagarði. Matarvagnar á Klambratúni Við fögnum þjóðhátíðardegi Íslendinga á Klambratúni með léttri og skemmtilegri stemningu fyrir alla fjölskylduna sem hefst kl. 13:00. Dagskrá: 13:00 Matarvagnar og leiktæki 13:00 Dj Fusion Groove 14:00 Lúðrasveit Verkalýðsins 14:45 Dans Brynju Péturs 16:00 Dans JSB 15:00 Þorri og Þura fyrir yngstu börnin Harmonikufélag Reykjavíkur mun halda harmonikutónleika og harmonikuball í Ráðhúsinu. Ókeypis verður inn og nóg af sætum fyrir áheyrendur og gólfplássi fyrir dansara. Dagskráin hefst klukkan 15:00 lýkur klukkan 16:00. Þetta verður fjör. Ókeypis fyrir öryrkja og fólk í þjóðbúning Þjóðhátíðardeginum 17. júní verður fagnað á Árbæjarsafni með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem þjóðbúningar, þjóðdansar, fjallkonan, fornbílar, harmonikkuleikur, veitingasala og gömlu góðu sleikjóarnir koma við sögu. Ókeypis aðgangur er fyrir þá sem mæta í þjóðbúningi, öryrkja, börn og menningarkortshafa. Að vanda eru þjóðbúningurinn og þjóðdansar í öndvegi á þessum hátíðardegi og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningi. Fjallkonu Árbæjarsafns verður skautað í safnhúsinu Lækjargötu kl. 14 en eftir það hefst kennsla í þjóðdönsum undir leiðsögn Atla Freys Hjaltasonar í Þjóðdansafélaginu. Nokkrir félagar úr Fornbílaklúbbnum mæta með drossíur sínar sem verða til sýnis á víð og dreif um safnsvæðið. Af nógu er að taka og hægt er að skoða dagskrána og kort yfir götulokanir vegna hátíðahaldanna á www.17juni.is Gestir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í hátíðahöldunum.
17. júní Reykjavík Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira