Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 10:59 Svali rifjaði upp tímann á FM957 í viðtali í Brennslunni í morgun og deildi eftirminnilegum atvikum úr starfinu. Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, er einn af þekktustu útvarpsmönnum landsins. Hann hóf feril sinn á FM957 árið 1991 og starfaði þar samfleytt í 21 ár. Í tilefni 36 ára afmælis stöðvarinnar í dag rifjaði Svali upp minningar og óþægileg atvik í viðtali við Egil Ploder og Rikka G í morgunþættinum Brennslan. Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: FM957 Tímamót Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan:
FM957 Tímamót Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira