Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 23:23 Ef allt gengur eftir verður svona um að litast í Nauthólsvík næstu daga. Myndin er tekin í bongóblíðunni í maí. Vísir/Anton Brink Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. Samkvæmt staðarspám Veðurstofunnar má búast við allt að sautján stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á morgun. „Þegar þið talið um sautján gráður, ég held það verði um átján til 22 gráður þar sem hlýjast verður,“ sagði Sigurður í Reykjavík Síðdegis í dag. Á laugardaginn verði hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Svalast verði á Austurlandi og Austfjörðum, þar sem lægð frá Færeyjum rembist við að landa hæðinni austan- og suðaustan til. „En ef við horfum á meginhluta landsins, og þá sérstaklega suðurhluta og Vesturland, þá erum við að tala um fjögurra daga bongóblíðu, það er ekkert öðruvísi. Og jafnvel framhald á hvað hitann varðar.“ Þjóðhátíðardagurinn ekki jafn spennandi Þrátt fyrir fjögurra daga veisluna sem Sigurður segir fram undan eru horfurnar ekki alveg jafn góðar í tengslum við þriðjudaginn 17. júní. „Þegar forsetinn okkar ætlar að færa okkur tíðindin á Austurvelli, þá gæti regnhlífin bjargað miklu. Og mér sýnist að 17. júní verði blautur að þessu sinni, sér í lagi sunnan- og vestan til. Þá er lægðin að hafa þau áhrif að hún nær að hrekja hæðina,“ segir Sigurður. Spáin geti þó breyst. Þó séu horfur fyrir þurrum 17. júní á norðanverðu landinu, sér í lagi á Norðausturlandi. Sigurður lofar jafnframt tveggja stafa hitatölum um allt land á þjóðhátíðardaginn. Allur er varinn góður, og Siggi, sem lært hefur að lofa ekki upp í ermina á sér, setur fyrirvara á spár næstu daga. „Nú er þetta annar kafli á þessu sumri sem beinir til okkar sólarveðri með hægum vindi. Það eina sem getur skemmt allar spár, ég ætla nú ekki að svekkja fólk, það er auðvitað þokan. Ef þokan gerir sig gildandi geta hitaspár snúist svolítið í höndunum á okkur.“ Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Sjá meira
Samkvæmt staðarspám Veðurstofunnar má búast við allt að sautján stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á morgun. „Þegar þið talið um sautján gráður, ég held það verði um átján til 22 gráður þar sem hlýjast verður,“ sagði Sigurður í Reykjavík Síðdegis í dag. Á laugardaginn verði hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Svalast verði á Austurlandi og Austfjörðum, þar sem lægð frá Færeyjum rembist við að landa hæðinni austan- og suðaustan til. „En ef við horfum á meginhluta landsins, og þá sérstaklega suðurhluta og Vesturland, þá erum við að tala um fjögurra daga bongóblíðu, það er ekkert öðruvísi. Og jafnvel framhald á hvað hitann varðar.“ Þjóðhátíðardagurinn ekki jafn spennandi Þrátt fyrir fjögurra daga veisluna sem Sigurður segir fram undan eru horfurnar ekki alveg jafn góðar í tengslum við þriðjudaginn 17. júní. „Þegar forsetinn okkar ætlar að færa okkur tíðindin á Austurvelli, þá gæti regnhlífin bjargað miklu. Og mér sýnist að 17. júní verði blautur að þessu sinni, sér í lagi sunnan- og vestan til. Þá er lægðin að hafa þau áhrif að hún nær að hrekja hæðina,“ segir Sigurður. Spáin geti þó breyst. Þó séu horfur fyrir þurrum 17. júní á norðanverðu landinu, sér í lagi á Norðausturlandi. Sigurður lofar jafnframt tveggja stafa hitatölum um allt land á þjóðhátíðardaginn. Allur er varinn góður, og Siggi, sem lært hefur að lofa ekki upp í ermina á sér, setur fyrirvara á spár næstu daga. „Nú er þetta annar kafli á þessu sumri sem beinir til okkar sólarveðri með hægum vindi. Það eina sem getur skemmt allar spár, ég ætla nú ekki að svekkja fólk, það er auðvitað þokan. Ef þokan gerir sig gildandi geta hitaspár snúist svolítið í höndunum á okkur.“
Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Sjá meira