Tryggði sig á heimsleikana en endaði á sjúkrahúsi tveimur dögum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 08:30 Alex Gazan er komin með farseðilinn á heimsleikana en nú er spurning hvort hún geti keppt. @alexgazan_ CrossFit konan Alex Gazan er ein af fáum sem hafa tryggt sig inn á heimsleikana í CrossFit en heppnin var hins vegar ekki með henni tveimur dögum eftir að farseðillinn á leikana var tryggður. Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_) CrossFit Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_)
CrossFit Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira