Dagur gáttaður á Viðskiptaráði: „Leigufélögin eru ekki andskotinn sjálfur“ Agnar Már Másson skrifar 11. júní 2025 12:46 Dagur B. Eggertsson (t.v.) er hneykslaður á Viðskiptaráði, sem hefur kært íslensk stjórnvöld til ESA. Björn Brynjúlfur Björnsson (t.h.), er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð hefur kvartað til ESA þar sem það telur niðurgreiðslur til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga grafa undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir ólíklegt að hagsmunir fyrirtækja séu fólgnir í verri húsnæðismarkaði. Viðskiptaráð Íslands hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun vegna þess sem ráðið telur ólögmæta ríkisaðstoð í tengslum við niðurgreiðslur til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila. Ráðið bendir þar á að íbúðunum væri aðeins úthlutað til umsækjenda í aðild að félögunum sem reka húsnæðisfélögin, í flestum tilfellum verkalýðsfélög „og þannig ekki aðgengilegar öllum almenningi“. Viðskiptaráð beinir til ESA að hefja rannsókn á málinu og beita þeim úrræðum sem stofnuninni eru fær gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Í kvörtuninni er rakið hvernig stjórnvöld veiti húsnæðisfélögum „þríþætta fjárhagslega meðgjöf“ en þar er átt við úthlutunum lóða á undirverði, bein fjárframlög gegnum stofnframlög, og niðurgreidd fasteignalán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Samanlagt jafngildi meðgjöfin 46% niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra íbúða, að sögn Viðskiptaráðs. Nú þegar hafi 1.600 íbúðir verið byggðar af húsnæðisfélögum á vegum þriðja aðila. Af 9.250 áformuðum íbúðum sem í Reykjavík á næstu árum eigi 3.070 íbúðir að vera byggðar af húsnæðisfélögum. Áformaðar niðurgreiðslur ríkis og sveitarfélaga nema 64 mö. kr., sem jafngildir 21 m.kr. á hverja nýja íbúð, að sögn Viðskiptaráðs. Að mati Viðskiptaráðs grefur þetta fyrirkomulag undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Ráðið telur það uppfylla öll skilyrði EES-samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð; að hún sé veitt með opinberum fjármunum, veiti tilteknum aðilum fjárhagslegt forskot, sé sértæk og valdi röskun á samkeppni og geti haft áhrif á viðskipti innan EES svæðisins. Önnur sveitarfélög mættu gyrða sig í brók Dagur segir það ótrúlegt að Viðskiptaráð vegi að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum og tekur fram að óhagnaðardrifin húsnæisfélög hafi valdið byltingu í húsnæðisöyrggi. Bendir borgarstjórinn fyrrverandi jafnframt á að leigan hjá þeim félögum sé allt að 40% ódýrari en á almenna markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Og þar sem þróun leiguverðs sé nú tekin í ríkari mæli inn í verðbólgumælingar ætti allt samfélagið að hafa hag af því að óhagnaðardrifin félög fái þrifist. „Raunar ættu Viðskiptaráð og allir aðrir að kalla eftir því að önnur sveitarfélög en Reykjavík ættu að girða sig [svo] í brók og úthluta miklu fleiri lóðum til þessara félaga,“ skrifar Dagur og nefnir að uppbygging félaganna byggi á löggjölf að danskri fyrirmynd þar sem slík félög séu kjölfesta á heilbrigðum húsnæðismarkaði. Umræðan á „algjörum villigötum“ „Gleymum því svo ekki að þessi félög eru ekki andskotinn sjálfur heldur eru þetta Bjarg og Bríet, leigufélög verkalýðshreyfingarinnar, Félagsbústaðir og leigufélög sveitarfélaganna, félög stúdenta sem reist hafa stúdentaíbúðir og svo eru þetta íbúðir sem reistar hafa verið fyrir fatlað fólk,“ bætir þingmaðurinn við. Þá beinir þingmaðurinn orðum að Viðskiptaráði og sem hann segir að hafi ítrekað stigið fram og vegið að veigamiklum þáttum og undirstöðum kjarasasamninga og friðar á vinnumarkaði. Aðför að félagslegum lausnum séu af því sauðahúsinu, einsog tillögur um að falla frá hækkun barnabóta. „Ég hef ekki nokkra trú á að fyrirtækin í landinu telji hagsmuni sína fólgna í verri húsnæðismarkaði eða að kjarasamningar rofni í haust,“ skrifar Dagur. „Ég skil ekki þessa leiðangra og óska hér með eftir fundi með stjórn Viðskiptaráðs til að ræða þessi mál. Þessi umræða er á algjörum villigötum.“ Húsnæðismál Reykjavík EFTA Leigumarkaður Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun vegna þess sem ráðið telur ólögmæta ríkisaðstoð í tengslum við niðurgreiðslur til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila. Ráðið bendir þar á að íbúðunum væri aðeins úthlutað til umsækjenda í aðild að félögunum sem reka húsnæðisfélögin, í flestum tilfellum verkalýðsfélög „og þannig ekki aðgengilegar öllum almenningi“. Viðskiptaráð beinir til ESA að hefja rannsókn á málinu og beita þeim úrræðum sem stofnuninni eru fær gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Í kvörtuninni er rakið hvernig stjórnvöld veiti húsnæðisfélögum „þríþætta fjárhagslega meðgjöf“ en þar er átt við úthlutunum lóða á undirverði, bein fjárframlög gegnum stofnframlög, og niðurgreidd fasteignalán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Samanlagt jafngildi meðgjöfin 46% niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra íbúða, að sögn Viðskiptaráðs. Nú þegar hafi 1.600 íbúðir verið byggðar af húsnæðisfélögum á vegum þriðja aðila. Af 9.250 áformuðum íbúðum sem í Reykjavík á næstu árum eigi 3.070 íbúðir að vera byggðar af húsnæðisfélögum. Áformaðar niðurgreiðslur ríkis og sveitarfélaga nema 64 mö. kr., sem jafngildir 21 m.kr. á hverja nýja íbúð, að sögn Viðskiptaráðs. Að mati Viðskiptaráðs grefur þetta fyrirkomulag undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Ráðið telur það uppfylla öll skilyrði EES-samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð; að hún sé veitt með opinberum fjármunum, veiti tilteknum aðilum fjárhagslegt forskot, sé sértæk og valdi röskun á samkeppni og geti haft áhrif á viðskipti innan EES svæðisins. Önnur sveitarfélög mættu gyrða sig í brók Dagur segir það ótrúlegt að Viðskiptaráð vegi að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum og tekur fram að óhagnaðardrifin húsnæisfélög hafi valdið byltingu í húsnæðisöyrggi. Bendir borgarstjórinn fyrrverandi jafnframt á að leigan hjá þeim félögum sé allt að 40% ódýrari en á almenna markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Og þar sem þróun leiguverðs sé nú tekin í ríkari mæli inn í verðbólgumælingar ætti allt samfélagið að hafa hag af því að óhagnaðardrifin félög fái þrifist. „Raunar ættu Viðskiptaráð og allir aðrir að kalla eftir því að önnur sveitarfélög en Reykjavík ættu að girða sig [svo] í brók og úthluta miklu fleiri lóðum til þessara félaga,“ skrifar Dagur og nefnir að uppbygging félaganna byggi á löggjölf að danskri fyrirmynd þar sem slík félög séu kjölfesta á heilbrigðum húsnæðismarkaði. Umræðan á „algjörum villigötum“ „Gleymum því svo ekki að þessi félög eru ekki andskotinn sjálfur heldur eru þetta Bjarg og Bríet, leigufélög verkalýðshreyfingarinnar, Félagsbústaðir og leigufélög sveitarfélaganna, félög stúdenta sem reist hafa stúdentaíbúðir og svo eru þetta íbúðir sem reistar hafa verið fyrir fatlað fólk,“ bætir þingmaðurinn við. Þá beinir þingmaðurinn orðum að Viðskiptaráði og sem hann segir að hafi ítrekað stigið fram og vegið að veigamiklum þáttum og undirstöðum kjarasasamninga og friðar á vinnumarkaði. Aðför að félagslegum lausnum séu af því sauðahúsinu, einsog tillögur um að falla frá hækkun barnabóta. „Ég hef ekki nokkra trú á að fyrirtækin í landinu telji hagsmuni sína fólgna í verri húsnæðismarkaði eða að kjarasamningar rofni í haust,“ skrifar Dagur. „Ég skil ekki þessa leiðangra og óska hér með eftir fundi með stjórn Viðskiptaráðs til að ræða þessi mál. Þessi umræða er á algjörum villigötum.“
Húsnæðismál Reykjavík EFTA Leigumarkaður Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira