Skattur á atvinnuhúsnæði hækkað um helming á áratug Árni Sæberg skrifar 11. júní 2025 11:17 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Félag atvinnurekenda hefur sent öllum sveitarfélögum í landinu erindi, þar sem hvatt er til þess að álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði verði endurskoðuð til að mæta hækkunum fasteignamats, þannig að sköttum á atvinnuhúsnæði verði haldið óbreyttum á milli ára. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda, FA, segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til uppbyggilegs samtals við ríkisvaldið um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði. FA vísar til fasteignamats fyrir árið 2026, sem birt var í lok síðasta mánaðar. Fasteignamat hækki um 9,2 prósent milli ára og mat atvinnuhúsnæðis hækki um 4,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu nemi hækkunin 3,8 prósentum en á landsbyggðinni 9,1 prósenti. Vel á fjórða tug milljarða Á síðasta ári hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verið um 36,6 milljarðar króna. Þá hefði álagningin hækkað að raunvirði um fimmtíu prósent á einum áratug, þrátt fyrir lækkanir sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu á tímabilinu. Ætla megi að álagður fasteignaskattur á atvinnueignir á þessu ári sé nær 39 milljörðum króna. Hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hafi á sama tíma hækkað úr um 0,7 prósentum af landsframleiðslu í 0,8 prósentur og sé óvíða hærra í OECD-ríkjunum. „Skattlagning, sem byggir á sveiflum í fasteignaverði en ekki raunverulegri afkomu fyrirtækja, leggst þungt á fyrirtæki, ekki síst þau minni og meðalstóru,“ segir í erindi FA til sveitarfélaganna, sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri undirritar. „Félag atvinnurekenda telur því fulla ástæðu til að sveitarfélögin skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum fasteignamatsins. Félagið hvetur jafnframt til uppbyggilegs samtals sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði.“ Vilja skattabremsu Í tilkynningu segir að FA vísi í því efni til skýrslu starfshóps sem skipaður hafi verið fulltrúum FA, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara. Skýrslan hafi komið út snemmsumars 2023. Félagið veki sérstaklega athygli á ábendingum hópsins um meðalhófsþak á prósentubreytingu fasteignaskatta milli ára og að svokallaður B-skattur, á húsnæði hins opinbera, og C-skattur, á annað atvinnuhúsnæði, verði sameinaðir, meðal annars til þess að draga úr samkeppnishindrunum sem leitt geti af ólíkri skattlagningu og matsaðferðum á húsnæði einkafyrirtækja og stofnana hins opinbera. „Meðalhófsþak, sem líka hefur verið kallað skattabremsa, myndi gilda hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þannig væru fasteignaeigendur varðir fyrir óhóflegum hækkunum fasteignamats, en sveitarfélögin hefðu líka vörn gagnvart verðfalli og lækkun matsins. Með þessu væri ennfremur komið í veg fyrir hvata sveitarfélaganna til að stuðla að óeðlilegum hækkunum fasteignaverðs,“ segir í erindi FA. FA staldri við fréttatilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem greint sé frá því að stofnunin hyggist einhliða endurskoða aðferðir við gerð fasteignamats atvinnueigna. Að mati félagsins sé nauðsynlegt að slík vinna fari fram í breiðu samráði og samtali. Atvinnurekendur Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda, FA, segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til uppbyggilegs samtals við ríkisvaldið um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði. FA vísar til fasteignamats fyrir árið 2026, sem birt var í lok síðasta mánaðar. Fasteignamat hækki um 9,2 prósent milli ára og mat atvinnuhúsnæðis hækki um 4,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu nemi hækkunin 3,8 prósentum en á landsbyggðinni 9,1 prósenti. Vel á fjórða tug milljarða Á síðasta ári hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verið um 36,6 milljarðar króna. Þá hefði álagningin hækkað að raunvirði um fimmtíu prósent á einum áratug, þrátt fyrir lækkanir sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu á tímabilinu. Ætla megi að álagður fasteignaskattur á atvinnueignir á þessu ári sé nær 39 milljörðum króna. Hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hafi á sama tíma hækkað úr um 0,7 prósentum af landsframleiðslu í 0,8 prósentur og sé óvíða hærra í OECD-ríkjunum. „Skattlagning, sem byggir á sveiflum í fasteignaverði en ekki raunverulegri afkomu fyrirtækja, leggst þungt á fyrirtæki, ekki síst þau minni og meðalstóru,“ segir í erindi FA til sveitarfélaganna, sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri undirritar. „Félag atvinnurekenda telur því fulla ástæðu til að sveitarfélögin skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum fasteignamatsins. Félagið hvetur jafnframt til uppbyggilegs samtals sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði.“ Vilja skattabremsu Í tilkynningu segir að FA vísi í því efni til skýrslu starfshóps sem skipaður hafi verið fulltrúum FA, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara. Skýrslan hafi komið út snemmsumars 2023. Félagið veki sérstaklega athygli á ábendingum hópsins um meðalhófsþak á prósentubreytingu fasteignaskatta milli ára og að svokallaður B-skattur, á húsnæði hins opinbera, og C-skattur, á annað atvinnuhúsnæði, verði sameinaðir, meðal annars til þess að draga úr samkeppnishindrunum sem leitt geti af ólíkri skattlagningu og matsaðferðum á húsnæði einkafyrirtækja og stofnana hins opinbera. „Meðalhófsþak, sem líka hefur verið kallað skattabremsa, myndi gilda hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þannig væru fasteignaeigendur varðir fyrir óhóflegum hækkunum fasteignamats, en sveitarfélögin hefðu líka vörn gagnvart verðfalli og lækkun matsins. Með þessu væri ennfremur komið í veg fyrir hvata sveitarfélaganna til að stuðla að óeðlilegum hækkunum fasteignaverðs,“ segir í erindi FA. FA staldri við fréttatilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem greint sé frá því að stofnunin hyggist einhliða endurskoða aðferðir við gerð fasteignamats atvinnueigna. Að mati félagsins sé nauðsynlegt að slík vinna fari fram í breiðu samráði og samtali.
Atvinnurekendur Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira