Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 10:30 Florian Wirtz virðist vera á leiðinni til Liverpool, viðræður eru sagðar á lokastigi. Getty/Pau Barrena Viðræður Liverpool við Bayer Leverkusen um kaup á Florian Wirtz eru sagðar á lokastigi. Wirtz verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025 Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025
Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira