Kraftaverkamaðurinn Gunnar Már sem þjálfarinn kallar Jesús Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2025 10:01 Baldur og Ingi Þór vinna mjög náið saman. Gunnar Már kom inn seint í úrslitakeppninni og skipti sannarlega sköpum. vísir/hulda margrét Baldur Þór Ragnarsson segir að menn innan teymisins hafi farið nýstárlegar leiðir í úrslitakeppninni til að halda mönnum heilum í gegnum þessar álagsmiklu vikur. Þar kom við sögu hreyfifræðingurinn Gunnar Már Másson maður sem hann kallar einfaldlega Jesú. Stjarnan vann Tindastól í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu fyrir norðan í maí. Þar á undan fór liðið í gegnum Grindavík einnig í fimm leikja seríu. Fjóra leiki þurfti síðan til að slá út ÍR í 8-liða úrslitunum. 14 leikir á rúmlega sex vikum. Álagið mikið. Svona fór þjálfarateymið að því að halda mönnum í standa. Baldur talaði um Gunnar Má strax eftir oddaleikinn 21. maí í Körfuboltakvöldi. „Það sem gleður mig að sjá þarna er Gunnar Már Jesús sjálfur með kampavínið. Ég hef aldrei einn mann hafa eins mikil áhrif á íþróttalið ever. Þetta er kjarkurinn þessi maður. Það er andleg orka frá honum og hann bara lagar menn. Ef þér er illt þá lagar hann þig, ég hef aldrei séð svona apparat. Ingi Þór [Steinþórsson, aðstoðarþjálfari] finnur bara svona menn,“ sagði Baldur eftir leikinn í maí. Og Baldur hélt síðan áfram að ræða manninn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi sem og aðstoðarþjálfarann sinn. „Ingi Þór á þetta bara. Hann er bara kominn í samband við einhverja sjúkraþjálfara sem tala um Greenfit og einhverjar öndunarklefa og hann er bara búinn að panta einkatíma fyrir alla og segir þeim hvenær þeir eiga mæta. Hann er bara með þetta frá a-ö,“ segir Baldur og heldur áfram. „Svo finnur hann Gunnar Már sem er bara ótrúlegur fixer. Ef þér er illt einhvers staðar þá bara lagar hann það. Ég hef aldrei séð annað eins. Hann bara græjar menn. Ég get þá bara þjálfað liðið og einbeitt mér að því. Þetta er oft á Íslandi að þú ræður þjálfara og hann á að þjálfa þrjá yngri flokka með og vera yfir þessu og svara tölvupóstum hérna. Þú ert að ráða þjálfara og hann er bara orðinn framkvæmdastjóri félagsins og getur ekkert þjálfað því hann er í samskiptum við foreldra allan daginn.“ Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira
Stjarnan vann Tindastól í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu fyrir norðan í maí. Þar á undan fór liðið í gegnum Grindavík einnig í fimm leikja seríu. Fjóra leiki þurfti síðan til að slá út ÍR í 8-liða úrslitunum. 14 leikir á rúmlega sex vikum. Álagið mikið. Svona fór þjálfarateymið að því að halda mönnum í standa. Baldur talaði um Gunnar Má strax eftir oddaleikinn 21. maí í Körfuboltakvöldi. „Það sem gleður mig að sjá þarna er Gunnar Már Jesús sjálfur með kampavínið. Ég hef aldrei einn mann hafa eins mikil áhrif á íþróttalið ever. Þetta er kjarkurinn þessi maður. Það er andleg orka frá honum og hann bara lagar menn. Ef þér er illt þá lagar hann þig, ég hef aldrei séð svona apparat. Ingi Þór [Steinþórsson, aðstoðarþjálfari] finnur bara svona menn,“ sagði Baldur eftir leikinn í maí. Og Baldur hélt síðan áfram að ræða manninn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi sem og aðstoðarþjálfarann sinn. „Ingi Þór á þetta bara. Hann er bara kominn í samband við einhverja sjúkraþjálfara sem tala um Greenfit og einhverjar öndunarklefa og hann er bara búinn að panta einkatíma fyrir alla og segir þeim hvenær þeir eiga mæta. Hann er bara með þetta frá a-ö,“ segir Baldur og heldur áfram. „Svo finnur hann Gunnar Már sem er bara ótrúlegur fixer. Ef þér er illt einhvers staðar þá bara lagar hann það. Ég hef aldrei séð annað eins. Hann bara græjar menn. Ég get þá bara þjálfað liðið og einbeitt mér að því. Þetta er oft á Íslandi að þú ræður þjálfara og hann á að þjálfa þrjá yngri flokka með og vera yfir þessu og svara tölvupóstum hérna. Þú ert að ráða þjálfara og hann er bara orðinn framkvæmdastjóri félagsins og getur ekkert þjálfað því hann er í samskiptum við foreldra allan daginn.“
Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira