Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 21:39 Alma Möller heilbrigðisráðherra og Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna. Samsett/Vilhelm/Endósamtökin Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum í ljósi þess að Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka niðurgreiddum aðgerðum einkarekinnar stofu vegna sjúkdómsins. Samtökin skora á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða ákvörðunina og óska eftir auknu samráði í mótun á þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira