Persónuvernd lagði Landlækni en sektin milduð Agnar Már Másson skrifar 10. júní 2025 15:34 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Persónuvernd mátti sekta embætti Landlæknis fyrir öryggisbresti sem vörðuðu tugir þúsunda Íslendinga. Héraðsdómari mildaði þó stjórnvaldssektina úr 12 milljónum í 8 milljónir þar sem Landlæknir þótti samvinnufús við að upplýsa um málið. Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira