Héldu fjörugt mót í Vík til styrktar ekkju Pálma Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 15:17 Vinir og félagar Pálma Kristjánssonar minntust hans á vellinum og við leiði hans í Mýrdalnum um helgina. Mynd/Sævar Jónasson Það var mikið fjör í Vík í Mýrdal um Hvítasunnuhelgina þar sem fjöldi manns kom saman og keppti í fjórum íþróttagreinum, á sérstakri íþróttahátíð til minningar um Pálma Kristjánsson. Pálmi lést í vinnuslysi þann 28. febrúar síðastliðinn og lét eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Allur ágóði skráningargjalda af hátíðinni um helgina rann óskiptur til þeirra. Á hátíðinni, sem kallast Pálminn, var keppt í badminton, fótbolta, körfubolta og golfi auk þess sem að samkvæmt dagskrárlýsingu var boðið upp á spilakvöld, rafhjólatúr, varðeld og 60 metra nektarsprett, og ljóst að Pálma hefur verið minnst með gleðilegum hætti. Mótsgestir kepptu til að mynda í golfi í fallega umhverfinu í Vík.Mynd/Sævar Jónasson Einn af þeim sem nutu þess að koma saman í Vík um helgina var körfuboltamaðurinn Justin Shouse sem einmitt hóf sinn magnaða feril hér á landi með liði Drangs í Mýrdalnum. Þar léku þeir Pálmi saman eins og Shouse rifjar upp í færslu á Facebook. „Þetta var ótrúlegur viðburður, íþróttahátíð til að fagna lífi og keppnisanda Pálma Kristjánssonar, fyrrverandi liðsfélaga og frábærrar manneskju sem lést í hörmulegu slysi 41 árs að aldri fyrr á þessu ári,“ skrifar Shouse. „Við spiluðum saman fyrir Drang í Vík í Mýrdal tímabilið 2005/06. Það eru liðin 20 ár síðan þá, ótrúlegt hvað tíminn líður og ótrúlegt að sjá þetta samfélag koma saman til að minnast Pálma og stunda uppáhaldsíþróttir hans. Pálmi ólst upp í Vík og hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti af bænum öll þessi ár. Þegar ég hitti hann var hann 21 árs og hafði nýlega stofnað fótboltalið fyrir sig og vini sína í bænum. G & T var lið sem byggðist á vináttu, keppni, liðsanda og auðvitað kannski gin og tónik eftir leik,“ skrifar Shouse og heldur áfram. Justin Shouse rifjaði upp gamla takta í Vík en sagðist alveg finna fyrir afleiðingunum af því að hafa ekki spilað körfubolta í sex ár.mynd/Sævar Jónasson „Pálmi var meira leikmaður en körfuboltamaður hvað varðar færni en hann spilaði með keppnisanda sem bætti upp fyrir það. Hann var byrjunarmaður sem skotbakvörður okkar í liðinu, varnarhæfileikar hans, liðsandinn og vilji til að vinna héldu okkur í úrslitakeppnissæti í 1. deildinni langt fram á tímabilið. Við völdum að spila Pálma meira og losa okkur við einn af atvinnumönnum okkar vegna þess að vilji Pálma til að vinna fyrir samfélagið og jákvæðni hans var óumdeilanleg... Við elskuðum að keppa fyrir þetta litla samfélag þar sem menn fylltu íþróttahúsið og börðu á veggina á meðan gestaliðið skaut vítaskot. Pálminn er hátíð íþrótta og gleði til minningar um Pálma,“ skrifar Shouse, greinilega annt um að hafa getað minnst Pálma með þessum hætti þó að hann gangi núna um „eins og Frankenstein“ eftir sinn fyrsta körfuboltaleik í næstum sex ár. Andlát Fótbolti Körfubolti Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Pálmi lést í vinnuslysi þann 28. febrúar síðastliðinn og lét eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Allur ágóði skráningargjalda af hátíðinni um helgina rann óskiptur til þeirra. Á hátíðinni, sem kallast Pálminn, var keppt í badminton, fótbolta, körfubolta og golfi auk þess sem að samkvæmt dagskrárlýsingu var boðið upp á spilakvöld, rafhjólatúr, varðeld og 60 metra nektarsprett, og ljóst að Pálma hefur verið minnst með gleðilegum hætti. Mótsgestir kepptu til að mynda í golfi í fallega umhverfinu í Vík.Mynd/Sævar Jónasson Einn af þeim sem nutu þess að koma saman í Vík um helgina var körfuboltamaðurinn Justin Shouse sem einmitt hóf sinn magnaða feril hér á landi með liði Drangs í Mýrdalnum. Þar léku þeir Pálmi saman eins og Shouse rifjar upp í færslu á Facebook. „Þetta var ótrúlegur viðburður, íþróttahátíð til að fagna lífi og keppnisanda Pálma Kristjánssonar, fyrrverandi liðsfélaga og frábærrar manneskju sem lést í hörmulegu slysi 41 árs að aldri fyrr á þessu ári,“ skrifar Shouse. „Við spiluðum saman fyrir Drang í Vík í Mýrdal tímabilið 2005/06. Það eru liðin 20 ár síðan þá, ótrúlegt hvað tíminn líður og ótrúlegt að sjá þetta samfélag koma saman til að minnast Pálma og stunda uppáhaldsíþróttir hans. Pálmi ólst upp í Vík og hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti af bænum öll þessi ár. Þegar ég hitti hann var hann 21 árs og hafði nýlega stofnað fótboltalið fyrir sig og vini sína í bænum. G & T var lið sem byggðist á vináttu, keppni, liðsanda og auðvitað kannski gin og tónik eftir leik,“ skrifar Shouse og heldur áfram. Justin Shouse rifjaði upp gamla takta í Vík en sagðist alveg finna fyrir afleiðingunum af því að hafa ekki spilað körfubolta í sex ár.mynd/Sævar Jónasson „Pálmi var meira leikmaður en körfuboltamaður hvað varðar færni en hann spilaði með keppnisanda sem bætti upp fyrir það. Hann var byrjunarmaður sem skotbakvörður okkar í liðinu, varnarhæfileikar hans, liðsandinn og vilji til að vinna héldu okkur í úrslitakeppnissæti í 1. deildinni langt fram á tímabilið. Við völdum að spila Pálma meira og losa okkur við einn af atvinnumönnum okkar vegna þess að vilji Pálma til að vinna fyrir samfélagið og jákvæðni hans var óumdeilanleg... Við elskuðum að keppa fyrir þetta litla samfélag þar sem menn fylltu íþróttahúsið og börðu á veggina á meðan gestaliðið skaut vítaskot. Pálminn er hátíð íþrótta og gleði til minningar um Pálma,“ skrifar Shouse, greinilega annt um að hafa getað minnst Pálma með þessum hætti þó að hann gangi núna um „eins og Frankenstein“ eftir sinn fyrsta körfuboltaleik í næstum sex ár.
Andlát Fótbolti Körfubolti Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira