Orri Harðarson er allur Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 13:12 Orri Harðarson var kátur á styrktartónleikum sem haldnir voru 22. febrúar. Daníel Þór Ágústsson Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017. Orri var fjölhæfur listamaður, hann sendi frá sér tvær skáldsögur og fimm eða sex stórar plötur auk þess sem hann starfaði lengi sem upptökustjóri. Orri veitti vinum sínum á samfélagsmiðlum hlutdeild í baráttu sinni við þennan skelfilega vágest sem krabbamein er. Í maí tilkynnti hann um að eftir tíðar inndælingar krabbameinslyfja síðan í janúar, væri nóg komið. „Tímabært að leyfa líkama og sál að jafna sig; þiggja aðeins líknandi meðferð og leitast við að gera einhvers konar lífsgæði úr restinni. Rannsóknir sýna enda að ekki verður lengur við neitt ráðið.“ Orri lætur eftir sig tvær dætur en sérstakir og vel heppnaðir styrktartónleikar voru haldnir fyrir Orra á Akranesi, í Bíóhöllinni þann 22. febrúar. Þar komu fram margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, vottuðu Orra virðingu sína og fluttu lög eftir hann. Ótrúlegt æðruleysi gagnvart þessum vágesti Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, einn besti vinur Orra frá barnæsku, segir Orra hafa tekið þessum tíðindum af ótrúlegu æðruleysi. Líkt og hann væri undirbúinn en hann greindist með krabbamein um síðustu áramót, þannig að ekki tók það krabbann langan tíma að leggja Orra. Orri lætur eftir sig tvær dætur.Daníel Þór Ágústsson „Hann sá að þetta var tapað stríð og aðeins spurning um hversu langan tíma hann fengi. Eins og hann hefði sætt sig við það hvernig svo sem stendur á því. Æðruleysið gagnvart þessum tíðindum voru slík að ég hef ekki séð annað eins.“ Ólafur Páll segir að Orri hafi sagt við sig að hann væri búinn að lifa í rúma hálfa öld, hann væri búinn að gera meira og minna það sem hann vildi og hann ætti tvær dætur sem voru í góðum höndum. „Hann var einhvern veginn tilbúinn og sáttur. Þetta er bara svona,“ segir Ólafur Páll. Ótrúlega mikið talent Fáir ef nokkrir eru eins fróðir um verk Orra og Ólafur Páll sem segir um vin sinn að þetta hafi verið einhver mestur hæfileikamaður sem hann hafi kynnst. Ólafur Páll á styrktartónleikunum. Óli Palli segir æðruleysið sem Orri sýndi sjúkdómi sínum slíkt að hann hafi ekki séð annað eins.Daníel Þór Ágústsson Hann gerði góð lög, var flinkur upptökustjóri, skóp einstakan hljóðheim og spilaði frábærlega á bæði gítar og píanó. „Við vinir hans hefðum viljað fá miklu meira frá honum en hann var flókinn persónuleiki og flæktist kannski helst fyrir sjálfum sér. Hann sagðist hættur í tónlistinni þegar hann byrjaði að skrifa skáldsögur. Honum fannst erfitt að vera á sviði og að fólk gerði kröfur til hans þegar hann var trúbador, sem honum þótti fyrir sig hræðilegt hlutskipti. Hann var ótrúlega mikið talent,“ segir Ólafur Páll. Tónlist Bókmenntir Andlát Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Orri var fjölhæfur listamaður, hann sendi frá sér tvær skáldsögur og fimm eða sex stórar plötur auk þess sem hann starfaði lengi sem upptökustjóri. Orri veitti vinum sínum á samfélagsmiðlum hlutdeild í baráttu sinni við þennan skelfilega vágest sem krabbamein er. Í maí tilkynnti hann um að eftir tíðar inndælingar krabbameinslyfja síðan í janúar, væri nóg komið. „Tímabært að leyfa líkama og sál að jafna sig; þiggja aðeins líknandi meðferð og leitast við að gera einhvers konar lífsgæði úr restinni. Rannsóknir sýna enda að ekki verður lengur við neitt ráðið.“ Orri lætur eftir sig tvær dætur en sérstakir og vel heppnaðir styrktartónleikar voru haldnir fyrir Orra á Akranesi, í Bíóhöllinni þann 22. febrúar. Þar komu fram margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, vottuðu Orra virðingu sína og fluttu lög eftir hann. Ótrúlegt æðruleysi gagnvart þessum vágesti Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, einn besti vinur Orra frá barnæsku, segir Orra hafa tekið þessum tíðindum af ótrúlegu æðruleysi. Líkt og hann væri undirbúinn en hann greindist með krabbamein um síðustu áramót, þannig að ekki tók það krabbann langan tíma að leggja Orra. Orri lætur eftir sig tvær dætur.Daníel Þór Ágústsson „Hann sá að þetta var tapað stríð og aðeins spurning um hversu langan tíma hann fengi. Eins og hann hefði sætt sig við það hvernig svo sem stendur á því. Æðruleysið gagnvart þessum tíðindum voru slík að ég hef ekki séð annað eins.“ Ólafur Páll segir að Orri hafi sagt við sig að hann væri búinn að lifa í rúma hálfa öld, hann væri búinn að gera meira og minna það sem hann vildi og hann ætti tvær dætur sem voru í góðum höndum. „Hann var einhvern veginn tilbúinn og sáttur. Þetta er bara svona,“ segir Ólafur Páll. Ótrúlega mikið talent Fáir ef nokkrir eru eins fróðir um verk Orra og Ólafur Páll sem segir um vin sinn að þetta hafi verið einhver mestur hæfileikamaður sem hann hafi kynnst. Ólafur Páll á styrktartónleikunum. Óli Palli segir æðruleysið sem Orri sýndi sjúkdómi sínum slíkt að hann hafi ekki séð annað eins.Daníel Þór Ágústsson Hann gerði góð lög, var flinkur upptökustjóri, skóp einstakan hljóðheim og spilaði frábærlega á bæði gítar og píanó. „Við vinir hans hefðum viljað fá miklu meira frá honum en hann var flókinn persónuleiki og flæktist kannski helst fyrir sjálfum sér. Hann sagðist hættur í tónlistinni þegar hann byrjaði að skrifa skáldsögur. Honum fannst erfitt að vera á sviði og að fólk gerði kröfur til hans þegar hann var trúbador, sem honum þótti fyrir sig hræðilegt hlutskipti. Hann var ótrúlega mikið talent,“ segir Ólafur Páll.
Tónlist Bókmenntir Andlát Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira