Þvert nei við umsókn Grænlands Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 07:32 Grænlendingar eiga landslið en það fær ekki að keppa í neinum mótum á vegum FIFA eða álfusambanda á borð við UEFA eða CONCACAF. Instagram/@greenland_football Þrátt fyrir að vera í sams konar stöðu og Færeyingar, sem hluti af Danmörku, hafa Grænlendingar ekki mátt senda landslið í keppni á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins og á því virðist ekki ætla að verða nein breyting. Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar. Fótbolti Grænland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar.
Fótbolti Grænland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira