Taka húfurnar úr sölu: Harma að „misheppnað grín“ hafi komið illa við fólk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2025 20:16 Hér má sjá umrædda derhúfu. Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að taka umdeildar derhúfur sem á stendur „Make Grindavík Great Again“ úr sölu. Félagið harmar umræðuna sem salan á húfunum hefur skapað og segir um misheppnað grín að ræða. Í tilkynningu sem Þorbjörn birtir á Facebook segir að félagið hafi í gegnum tíðina tekið þátt í „ýmiskonar sprelli“ til þess að þjappa björgunarsveitarfólki saman og í þó nokkur skipti gert derhúfur með ýmsu gríni til gamans. Derhúfurnar hafi upphaflega verið búnar til fyrir landsþing Landsbjargar í maí síðastliðnum. Húfurnar eru eftirlíkingar af varningi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti seldi í kosningaherferðum sínum, rauðum derhúfum sem á stendur „Make America Great Again“ í nákvæmlega sama letri. Önnuðu ekki eftirspurn Fram kemur í tilkynningunni að á föstudag hafi verið haldin grillveisla á veitingastaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi og fulltrúar sveitarinnar mætt þar með húfurnar. „Samtals voru 25 húfur framleiddar í þetta verkefni og strax um kvöldið kom í ljós að færri fengu en vildu og óhætt að segja að áhuginn á húfunum hafi verið mjög mikill.“ Því hafi verið ákveðið eftir þingið að að panta nokkrar húfur í viðbót fyrir félaga sveitarinnar sem ekki fengu húfur og selja afganginn öðrum Grindvíkingum. Húfurnar hafi verið auglýstar á íbúasíðu Grindvíkinga. „Hér er augljóslega um misheppnað grín að ræða sem þótti gott í þröngum hópi. Allir vita hver staðan er í Grindavík þessa dagana og það hefur þótt gott að hafa húmor fyrir því grafalvarlega ástandi sem þar ríkir. Með þessu gríni var vísað í enduruppbyggingu samfélagsins í Grindavík sem mun vonandi vaxa og dafna á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá ítrekar sveitin að húfurnar hafi ekki verið gerðar til að sýna Trump eða hans málum stuðning. „Það var ekki tilgangurinn að valda ólgu né gera okkur sjálf umdeild vegna stjórnmála á erlendri grundu. Stjórnmál, hvar sem þau eru, er ekki hluti af starfi björgunarsveita. Við, björgunarsveitarfólk í Grindavík, hörmum það að það sem við héldum að væri saklaust grín hafi komið illa við fólk og valdið þessari hræðilegu umræðu í okkar garð í dag.“ Loks segir að húfurnar séu ekki lengur í sölu og verði aldrei aftur í sölu hjá björgunarsveitinni. Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Í tilkynningu sem Þorbjörn birtir á Facebook segir að félagið hafi í gegnum tíðina tekið þátt í „ýmiskonar sprelli“ til þess að þjappa björgunarsveitarfólki saman og í þó nokkur skipti gert derhúfur með ýmsu gríni til gamans. Derhúfurnar hafi upphaflega verið búnar til fyrir landsþing Landsbjargar í maí síðastliðnum. Húfurnar eru eftirlíkingar af varningi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti seldi í kosningaherferðum sínum, rauðum derhúfum sem á stendur „Make America Great Again“ í nákvæmlega sama letri. Önnuðu ekki eftirspurn Fram kemur í tilkynningunni að á föstudag hafi verið haldin grillveisla á veitingastaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi og fulltrúar sveitarinnar mætt þar með húfurnar. „Samtals voru 25 húfur framleiddar í þetta verkefni og strax um kvöldið kom í ljós að færri fengu en vildu og óhætt að segja að áhuginn á húfunum hafi verið mjög mikill.“ Því hafi verið ákveðið eftir þingið að að panta nokkrar húfur í viðbót fyrir félaga sveitarinnar sem ekki fengu húfur og selja afganginn öðrum Grindvíkingum. Húfurnar hafi verið auglýstar á íbúasíðu Grindvíkinga. „Hér er augljóslega um misheppnað grín að ræða sem þótti gott í þröngum hópi. Allir vita hver staðan er í Grindavík þessa dagana og það hefur þótt gott að hafa húmor fyrir því grafalvarlega ástandi sem þar ríkir. Með þessu gríni var vísað í enduruppbyggingu samfélagsins í Grindavík sem mun vonandi vaxa og dafna á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá ítrekar sveitin að húfurnar hafi ekki verið gerðar til að sýna Trump eða hans málum stuðning. „Það var ekki tilgangurinn að valda ólgu né gera okkur sjálf umdeild vegna stjórnmála á erlendri grundu. Stjórnmál, hvar sem þau eru, er ekki hluti af starfi björgunarsveita. Við, björgunarsveitarfólk í Grindavík, hörmum það að það sem við héldum að væri saklaust grín hafi komið illa við fólk og valdið þessari hræðilegu umræðu í okkar garð í dag.“ Loks segir að húfurnar séu ekki lengur í sölu og verði aldrei aftur í sölu hjá björgunarsveitinni.
Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52