Íslendingaliðið kláraði sitt en Füchse Berlin er samt meistari í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 14:43 Mathias Gidsel hefur unnið allt með danska landsliðinu og varð nú þýskur meistari í fyrsta sinn. Getty/Jürgen Fromme Füchse Berlin er þýskur meistari í handbolta í fyrsta sinn eftir endurkomusigur á Rhein-Neckar Löwen í lokaumferðinni í dag. Íslendingaliðið Magdeburg vann sinn leik en varð að sætta sig við að enda í öðru sætinu. Füchse Berlin vann fimm marka sigur á Rhein-Neckar Löwen, 38-33, og tryggði sér titilinn. Magdeburg vann á sama tíma tíu marka sigur á Bietigheim, 35-25, þar sem Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson gat ekki spilað vegna meiðsla. Felix Claar var markahæstur hjá liðinu með átta mörk. Füchse Berlin var með eins stigs forskot á Magdeburg fyrir umferðina og líka með betri innbyrðis stöðu. Refunum nægði því jafntefli í leiknum en það gekk ekki vel framan af. Rhein-Neckar Löwen byrjaði mjög vel og komst mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleiknum. Löwen var þremur mörkum yfir í hálfleik, 20-17. Füchse sneri leiknum við með því að skora sex mörk í röð um miðja seinni hálfleik og breyta stöðunni úr 26-22 í 26-28. Eftir það var sigurinn aldrei í mikilli hættu. Füchse vann seinni hálfleikinn 21-13. Füchse Berlin hefur aldrei orðið meistari áður en liðið endaði í öðru sæti á síðasta tímabili og varð í þriðja sætið á tímabilinu á undan því. Daninn Mathias Gidsel fór að venju á kostum með Füchse en hann skoraði tíu mörk í leiknum í kvöld. Tim Freihöfer var markhæstur ellefu mörk en átta þeirra komu úr vítum. Þetta er þriðja tímabil Gidsel með Berlínarliðinu og liðið hefur hækkað sig í töflunni á hverju ári. Þýski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Íslendingaliðið Magdeburg vann sinn leik en varð að sætta sig við að enda í öðru sætinu. Füchse Berlin vann fimm marka sigur á Rhein-Neckar Löwen, 38-33, og tryggði sér titilinn. Magdeburg vann á sama tíma tíu marka sigur á Bietigheim, 35-25, þar sem Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson gat ekki spilað vegna meiðsla. Felix Claar var markahæstur hjá liðinu með átta mörk. Füchse Berlin var með eins stigs forskot á Magdeburg fyrir umferðina og líka með betri innbyrðis stöðu. Refunum nægði því jafntefli í leiknum en það gekk ekki vel framan af. Rhein-Neckar Löwen byrjaði mjög vel og komst mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleiknum. Löwen var þremur mörkum yfir í hálfleik, 20-17. Füchse sneri leiknum við með því að skora sex mörk í röð um miðja seinni hálfleik og breyta stöðunni úr 26-22 í 26-28. Eftir það var sigurinn aldrei í mikilli hættu. Füchse vann seinni hálfleikinn 21-13. Füchse Berlin hefur aldrei orðið meistari áður en liðið endaði í öðru sæti á síðasta tímabili og varð í þriðja sætið á tímabilinu á undan því. Daninn Mathias Gidsel fór að venju á kostum með Füchse en hann skoraði tíu mörk í leiknum í kvöld. Tim Freihöfer var markhæstur ellefu mörk en átta þeirra komu úr vítum. Þetta er þriðja tímabil Gidsel með Berlínarliðinu og liðið hefur hækkað sig í töflunni á hverju ári.
Þýski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira