FIFA enn á ný með hendurnar í olíupeningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 14:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, með vinum sínum frá Sádi Arabíu þegar heimsmeistarakeppni félagsliða fór fram á þeim slóðum fyrir tveimur árum síðan. Getty/Francois Nel Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í gær um nýjan styrktaraðila fyrir heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst eftir rétt rúma viku. FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira