FIFA enn á ný með hendurnar í olíupeningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 14:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, með vinum sínum frá Sádi Arabíu þegar heimsmeistarakeppni félagsliða fór fram á þeim slóðum fyrir tveimur árum síðan. Getty/Francois Nel Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í gær um nýjan styrktaraðila fyrir heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst eftir rétt rúma viku. FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira