Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 18:55 Jón Gunnarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón. Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón.
Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira