Miðeind festir kaup á Snöru Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 16:07 Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar og Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins ehf. Miðeind Miðeind ehf. hefur gengið frá samningi við Forlagið ehf. um kaup á Snöru ehf., sem rekur samnefnt vefbókasafn og á stafrænan birtingarrétt ýmissa þekktra orðabóka og heimilda. Í tilkynningu þess efnis á vef Miðeindar segir að með kaupunum sameinist tvö lykilfyrirtæki á sviði íslenskrar máltækni og stafrænna tungumálalausna með það að markmiði að efla stöðu íslensku í stafrænum heimi. Lyftistöng fyrir máltækni „Kaup Miðeindar á Snöru eru gríðarleg lyftistöng fyrir íslenska máltækni. Sameiningin gerir okkur kleift að flétta saman gagnasöfn Snöru og tækni Miðeindar til þess að bæta notendaupplifun og auka fjölbreytni, en Miðeind hefur náð góðum árangri í að nota gervigreind til þess að auðga orðabókargögn og skapa nýjar málheildir. Gervigreind fleygir fram um þessar mundir og gæðagögn eru algjört lykilatriði í að tryggja stöðu íslenskunnar í þessari öflugu tækni,“ er haft eftir Lindu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Miðeindar. Kaupin séu liður í langtímastefnu Miðeindar, sem snúi að því að efla íslenska máltækni og tryggja framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Engar breytingar verði á þjónustu Snöru fyrst um sinn, en á næstu mánuðum verði unnið að samþættingu kerfa og framsetning vefbókasafnsins verði uppfærð í kjölfarið í takt við nýjustu tækni og þarfir notenda. Vilja gera íslensku aðgengilega og nothæfa í stafrænu samhengi Í tilkynningu segir Miðeind, sem hafi verið stofnuð árið 2015, sé leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar, með áherslu á íslenskt mál. Frá upphafi hafi stefna og tilgangur Miðeindar verið að þróa tæknilausnir sem geri íslensku aðgengilega og nothæfa í stafrænu samhengi. Ein helsta þjónusta Miðeindar sé Málstaður, opin veflausn sem sameini máltæknilausnir fyrirtækisins í einu notendavænu viðmóti. Undir Málstað séu fjórar lykilvörur: Málfríður, sem aðstoði við ritun og málfarsleiðréttingu, Hreimur, sem umbreyti töluðu máli í texta, Erlendur, vélþýðingarlausn sem styðji mörg tungumál, og Svarkur, sem sé spurningasvörunar- og leitarlausn. Þá haldi Miðeind úti stafrænni samheitaorðabók á vefnum samheiti.is en orðabókin hafi verið búin til með hjálp gervigreindar. Snara sé frumkvöðull í miðlun stafrænna orðabóka fyrir íslenskt málumhverfi. Í vefgátt fyrirtækisins geti notendur fengið aðgang að víðtæku úrvali orðabóka og málheilda á íslensku og erlendum málum. „Krúnudjásn Snöru eru án efa Íslensk orðabók Menningarsjóðs og Ensk-íslensk orðabók með alfræðiívafi Þá má finna á Snöru orðstöðulykil úr verkum Halldórs Laxness, íslensk-ítalska og íslensk-spænska orðabók og úrval mataruppskrifta, svo fátt eitt sé nefnt.“ Kaup og sala fyrirtækja Máltækni Íslensk tunga Tækni Íslensk fræði Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Miðeindar segir að með kaupunum sameinist tvö lykilfyrirtæki á sviði íslenskrar máltækni og stafrænna tungumálalausna með það að markmiði að efla stöðu íslensku í stafrænum heimi. Lyftistöng fyrir máltækni „Kaup Miðeindar á Snöru eru gríðarleg lyftistöng fyrir íslenska máltækni. Sameiningin gerir okkur kleift að flétta saman gagnasöfn Snöru og tækni Miðeindar til þess að bæta notendaupplifun og auka fjölbreytni, en Miðeind hefur náð góðum árangri í að nota gervigreind til þess að auðga orðabókargögn og skapa nýjar málheildir. Gervigreind fleygir fram um þessar mundir og gæðagögn eru algjört lykilatriði í að tryggja stöðu íslenskunnar í þessari öflugu tækni,“ er haft eftir Lindu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Miðeindar. Kaupin séu liður í langtímastefnu Miðeindar, sem snúi að því að efla íslenska máltækni og tryggja framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Engar breytingar verði á þjónustu Snöru fyrst um sinn, en á næstu mánuðum verði unnið að samþættingu kerfa og framsetning vefbókasafnsins verði uppfærð í kjölfarið í takt við nýjustu tækni og þarfir notenda. Vilja gera íslensku aðgengilega og nothæfa í stafrænu samhengi Í tilkynningu segir Miðeind, sem hafi verið stofnuð árið 2015, sé leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar, með áherslu á íslenskt mál. Frá upphafi hafi stefna og tilgangur Miðeindar verið að þróa tæknilausnir sem geri íslensku aðgengilega og nothæfa í stafrænu samhengi. Ein helsta þjónusta Miðeindar sé Málstaður, opin veflausn sem sameini máltæknilausnir fyrirtækisins í einu notendavænu viðmóti. Undir Málstað séu fjórar lykilvörur: Málfríður, sem aðstoði við ritun og málfarsleiðréttingu, Hreimur, sem umbreyti töluðu máli í texta, Erlendur, vélþýðingarlausn sem styðji mörg tungumál, og Svarkur, sem sé spurningasvörunar- og leitarlausn. Þá haldi Miðeind úti stafrænni samheitaorðabók á vefnum samheiti.is en orðabókin hafi verið búin til með hjálp gervigreindar. Snara sé frumkvöðull í miðlun stafrænna orðabóka fyrir íslenskt málumhverfi. Í vefgátt fyrirtækisins geti notendur fengið aðgang að víðtæku úrvali orðabóka og málheilda á íslensku og erlendum málum. „Krúnudjásn Snöru eru án efa Íslensk orðabók Menningarsjóðs og Ensk-íslensk orðabók með alfræðiívafi Þá má finna á Snöru orðstöðulykil úr verkum Halldórs Laxness, íslensk-ítalska og íslensk-spænska orðabók og úrval mataruppskrifta, svo fátt eitt sé nefnt.“
Kaup og sala fyrirtækja Máltækni Íslensk tunga Tækni Íslensk fræði Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira