Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2025 15:51 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna. Vísir/getty Hildur Guðnadóttir verður hátíðarlistamaður á Listahátíð í Reykjavík sumarið 2026. Á fjögurra daga hátíðinni verður ferill margverðlaunaða tónskáldsins og tónlistarkonunnar fagnað með þremur viðburðum með tónlist Hildar í fyrirrúmi. Listahátíð í Reykjavík fer fram dagana 4. til 7. júní 2026. Fimmtudaginn 4. júní kl 19:30 leiðir Hildur dagskrá í Eldborg á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hún segir frá eigin verkum og áhrifavöldum sínum. Flutt verður tónlist Hildar úr kvikmyndunum Joer, Tár og Haunting in Venice auk verka eftir tónskáldr u á borð við Arvo Pärt, Ryuichi Sakamoto og Kaja Saariaho. Tónleikarnir eru samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar og hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Miðasala hefst 11. júní 2025. Laugardaginn 6. júní kl. 20:00 fara fram tónleikar í Silfurbergi í Hörpu þar sem Hildur ásamt hljómsveit flytur í fyrsta sinn á Íslandi verkið Where to From ásamt eldra efni. Where to From er pantað af Listahátíð í Reykjavík, Barbican Centre, Vienna Konzerthaus og Holland Festival. Auk Hildar, sem syngur og leikur á selló, koma fram Liam Bryne sem leikur á víólu da gamba, söngkonurnar Jessika Kenney og Else Torp, víóluleikarinn Eyvind Kang og sellóleikarinn Claire O’Connell. Um ljósahönnun sér Theresa Baumgartner og hljóðhönnun er í höndum Francesco Donadello. Um verkið segir Hildur: „Ég er nánast með stöðugan straum af tónlist í höfðinu. Stundum tek ég strauminn upp og er hann þá eins konar skjáskot af tilfinningum mínum á þeim tímapunkti. Where to From er hljóðdagbókin mín. Ég hlakka til að opna hana fyrir áheyrendum í Hörpu ásamt góðum vinum.“ Sunnudaginn 7. júní kl. 17:00 verður horft til fortíðar, nútíðar og framtíðar og rýnt í tengslin þar á milli í samstarfi við Hallgrímskirkju á tónleikum þar sem flutt verða verk eftir Hildi og Jón Nordal. Meðal flytjenda eru Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Björn Steinar Sólbergsson og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir. „Þakklæti er mér efst í huga þegar kemur að því að vera hátíðarlistamaður Listahátíðar í Reykjavík. Það er mikill heiður að koma heim og deila með landsmönnum brot af því sem ég hef verið að fást við á undanförnum áratugum. Ég hlakka til samstarfsins við Sinfóníuhljómsveit Ísland og Kór Hallgrímskirkju og að flytja glænýja tónlist með góðum vinum sem ég mun ferðast með og flytja víðsvegar um heiminn á næstu árum,“ segir Hildur. Miðasala á Where to From tónleikana Hallgrímskirkju hefst í haust Listahátíð í Reykjavík Hildur Guðnadóttir Tónlist Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík fer fram dagana 4. til 7. júní 2026. Fimmtudaginn 4. júní kl 19:30 leiðir Hildur dagskrá í Eldborg á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hún segir frá eigin verkum og áhrifavöldum sínum. Flutt verður tónlist Hildar úr kvikmyndunum Joer, Tár og Haunting in Venice auk verka eftir tónskáldr u á borð við Arvo Pärt, Ryuichi Sakamoto og Kaja Saariaho. Tónleikarnir eru samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar og hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Miðasala hefst 11. júní 2025. Laugardaginn 6. júní kl. 20:00 fara fram tónleikar í Silfurbergi í Hörpu þar sem Hildur ásamt hljómsveit flytur í fyrsta sinn á Íslandi verkið Where to From ásamt eldra efni. Where to From er pantað af Listahátíð í Reykjavík, Barbican Centre, Vienna Konzerthaus og Holland Festival. Auk Hildar, sem syngur og leikur á selló, koma fram Liam Bryne sem leikur á víólu da gamba, söngkonurnar Jessika Kenney og Else Torp, víóluleikarinn Eyvind Kang og sellóleikarinn Claire O’Connell. Um ljósahönnun sér Theresa Baumgartner og hljóðhönnun er í höndum Francesco Donadello. Um verkið segir Hildur: „Ég er nánast með stöðugan straum af tónlist í höfðinu. Stundum tek ég strauminn upp og er hann þá eins konar skjáskot af tilfinningum mínum á þeim tímapunkti. Where to From er hljóðdagbókin mín. Ég hlakka til að opna hana fyrir áheyrendum í Hörpu ásamt góðum vinum.“ Sunnudaginn 7. júní kl. 17:00 verður horft til fortíðar, nútíðar og framtíðar og rýnt í tengslin þar á milli í samstarfi við Hallgrímskirkju á tónleikum þar sem flutt verða verk eftir Hildi og Jón Nordal. Meðal flytjenda eru Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Björn Steinar Sólbergsson og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir. „Þakklæti er mér efst í huga þegar kemur að því að vera hátíðarlistamaður Listahátíðar í Reykjavík. Það er mikill heiður að koma heim og deila með landsmönnum brot af því sem ég hef verið að fást við á undanförnum áratugum. Ég hlakka til samstarfsins við Sinfóníuhljómsveit Ísland og Kór Hallgrímskirkju og að flytja glænýja tónlist með góðum vinum sem ég mun ferðast með og flytja víðsvegar um heiminn á næstu árum,“ segir Hildur. Miðasala á Where to From tónleikana Hallgrímskirkju hefst í haust
Listahátíð í Reykjavík Hildur Guðnadóttir Tónlist Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira