Mál áfengisverslananna komin til ákærusviðs, aftur Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 14:36 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Rannsóknir á tveimur netverslunum með áfengi eru komnar aftur til ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa verið sendar aftur til rannsóknardeildar fyrir tveimur mánuðum. Málin hafa nú verið í rannsókn í hálfan áratug. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs, segir í samtali við Vísi að málin séu komin aftur á borð sviðsins og að niðurstöðu ætti að vera að vænta á næstunni. Fimm ára eftir nokkra daga Vísir greindi frá því um miðjan apríl að málin hefðu verið send aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars en málin fóru fyrst frá lögreglu á borð ákærusviðs í september í fyrra. Þann 13. júní í fyrra sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að rannsóknin væri á lokametrunum en að hún hefði ekki verið í forgangi. Þá hefðu liðið þrjú ár og 361 dagur frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Því eru ekki nema örfáir dagar í að rannsóknin verði fimm ára. Sitthvað vantaði upp á Grímur sagði þegar málið fór frá rannsóknardeild til ákærusviðs að ljóst væri að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, sagði í samtali við Vísi þegar málin voru send aftur til rannsóknar að það væri ákærandi sem tæki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn væru fullnægjandi til að hægt væri að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig gæti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu væri þess talin þörf. Í þessu tilviki hefði verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Nú er málið komið til ákærusviðs á ný svo gera má ráð fyrir því að bætt hafi verið úr þeim tilteknu atriðum. Sem áður segir segir Hildur Sunna að niðurstöðu sé að vænta fljótlega. Netverslun með áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs, segir í samtali við Vísi að málin séu komin aftur á borð sviðsins og að niðurstöðu ætti að vera að vænta á næstunni. Fimm ára eftir nokkra daga Vísir greindi frá því um miðjan apríl að málin hefðu verið send aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars en málin fóru fyrst frá lögreglu á borð ákærusviðs í september í fyrra. Þann 13. júní í fyrra sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að rannsóknin væri á lokametrunum en að hún hefði ekki verið í forgangi. Þá hefðu liðið þrjú ár og 361 dagur frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Því eru ekki nema örfáir dagar í að rannsóknin verði fimm ára. Sitthvað vantaði upp á Grímur sagði þegar málið fór frá rannsóknardeild til ákærusviðs að ljóst væri að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, sagði í samtali við Vísi þegar málin voru send aftur til rannsóknar að það væri ákærandi sem tæki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn væru fullnægjandi til að hægt væri að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig gæti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu væri þess talin þörf. Í þessu tilviki hefði verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Nú er málið komið til ákærusviðs á ný svo gera má ráð fyrir því að bætt hafi verið úr þeim tilteknu atriðum. Sem áður segir segir Hildur Sunna að niðurstöðu sé að vænta fljótlega.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
„Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48
Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07