Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 13:00 Leikmenn AEK Aþenu neituðu að hefja leik í Skopje. Núna hefur liðinu verið dæmt 10-0 tap. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Eins og alþjóð veit eru Valskonur Evrópubikarmeistarar í handbolta í ár. Karlamegin er nú loks einnig búið að útnefna sigurvegara, eftir mikið hneyksli. Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða. EHF-bikarinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða.
EHF-bikarinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira