Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 13:00 Leikmenn AEK Aþenu neituðu að hefja leik í Skopje. Núna hefur liðinu verið dæmt 10-0 tap. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Eins og alþjóð veit eru Valskonur Evrópubikarmeistarar í handbolta í ár. Karlamegin er nú loks einnig búið að útnefna sigurvegara, eftir mikið hneyksli. Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða. EHF-bikarinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða.
EHF-bikarinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni