Öryggismál að eiga reiðufé heima fyrir „ef í harðbakkann slær“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. júní 2025 21:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að unnið sé að því að tryggja varaleiðir í greiðslumálum svo Íslendingar séu ekki háðir útlöndum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir það öryggisatriði fyrir almenning að eiga reiðufé heima fyrir ef í harðbakkann slær. Hann segir ráðlegt að upphæðin dugi í það minnsta fyrir vikuinnkaupunum. Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“ Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“
Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira