Jöklar hér á landi minnkað um eina Lúxemborg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júní 2025 23:31 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. vísir/bjarni Um 50 jöklar hafa nú þegar horfið hér á landi og heldur hopun þeirra áfram að hraðast sökum loftslagsbreytinga. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir einn fallegasta jökul Austurlands vera meðal þeirra næstu í röðinni til að hverfa. Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira