Þegar undirskrift skiptir máli – um gervigreind, vottun og verðmæti mannlegra athafna Henning Arnór Úlfarsson skrifar 5. júní 2025 08:02 Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun