Þegar undirskrift skiptir máli – um gervigreind, vottun og verðmæti mannlegra athafna Henning Arnór Úlfarsson skrifar 5. júní 2025 08:02 Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun