Sakar Víði um pólitísk afskipti af máli Oscars Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 11:36 Víðir lét Útlendingastofnun vita að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að Oscari yrði boðinn ríkisborgararéttur. Snorri sakar hann um pólitísk afskipti. Vísir/Samsett Snorri Másson, þingmaður Miðflokssins, gerir athugasemdir við vinnubrögð Víðis Reynissonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis, og sakar hann um pólitísk afskipti af máli Oscars Bocanegra með því að setja umsókn hans um ríkisborgararétt í forgang. Brottför Oscars var frestað í gær. Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira