Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 09:21 Það minnir lítið á vorið í Vaglaskógi í dag. Hvað þá sumarið. Aðsend Það er fátt sem minnir á vorið í Vaglaskógi um þessar mundir en töluverð snjóþyngsli eru á svæðinu. Fréttastofa náði af tali af konu sem er í útilegu með eiginmanni sínum. Hún segir bæði gasgrill og -hitara á fullum krafti til að bjarga fortjaldinu undan þungum snjónum. Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Helga María Stefánsdóttir brá sér ásamt eiginmanni sínum í útilegu í Vaglaskógi. Merkilegt nokk segist hún hafa farið í útilegu á nákvæmlega sama tíma á síðasta ári og þá snjóaði líka. Það er alveg sérstaklega merkilegt í ljósi þess að hitastigið fór varla niður fyrir tuttugu stigin í rúma viku fyrir skemmstu. „Aðstæðurnar hérna eru bara að það snjóar. Ég held að það sé nú aðeins að byrja að hlýna. Það er komið í eina gráðu í plús. En snjórinn sjálfur er bara svo hryllilega þungur af því að hann er svo blautur,“ segir Helga María. Hún segir þau hjónin ekki hafa verið búin undir snjóinn en að það þýði ekkert að gefast upp núna. Fortjöldin eru komin upp og því þarf að gæta þeirra svo þau sligist ekki undan þunga snjósins. „Við verðum að vera hérna á meðan snjórinn er upp á að fortjöldin fari ekki út af því. Við erum að keyra allt hérna inni í fortjöldunum, bæði á gasgrillinu og gashitara,“ segir Helga sem deildi upplifun sinni úr Vaglaskógi með hlustendum Bítisins á Bylgjunni. Á Norðurlandi eystra er appelsínugul viðvörun í gildi til klukkan eitt í dag. Á vef veðurstofunnar segir að hann blási að norðan 13-20 m/s og að snjókoma sé eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður séu fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla. Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Ert þú í útilegu sjálfur eða staddur einhvers staðar þar sem veðrið er með svipuðu móti? Sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Þingeyjarsveit Veður Bítið Mest lesið „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira