Ríkisstofnun forherðist við gagnrýni Björn Ólafsson skrifar 2. júní 2025 12:01 Sú ríkisstofnun sem getur haft töluvert mikil áhrif á efnahagslífið hefur verið látin afskiptalaus áratugum saman. Ráðamenn hafa ekki sýnt Hafró neinn áhuga í samræmi við mikilvægi stofnunarinnar. Kosnir fulltrúar þjóðarinnar, hafa komist að því að þægilegast er bara að skipta sér ekkert af og gera eins og Hafró ráðleggur. Þetta hlítur að vera eina eða ein af örfáum ríkisstofnunum sem ekkert faglegt eftirlit er með. Stofnunin hefur komið sér upp þeim verkferlum, að gagnrýni einhver hana, þá er númer eitt að svara ekki gagnrýni eða afgreiða hana með skætingi. Árið 2002. lét þáverandi sjávarútvegsráðherra gera faglega athugun á vinnuferlum Hafró og viðbrögðum við gagnrýni (Tumi Tómasson, Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna). Út kom skýrsla þar sem koma fram að viðbrögð stofnunarinnar voru fjarri því að vera til fyrirmyndar. Skýrslan breytti engu, ef eitthvað er þá varð stofnunin forhertari gagnvart gagnrýni. Allt í einu beinir stjórnarandstaðan og SFS sjónun sínum að Hafró. Nú verður að taka varnaðarorðum forstjóra stofnunarinnar alvarlega. Veiðar smábáta, krókaveiðar, gætu sett allt á hvolf. Forstjóri Hafró bendir á að auknar þorskveiðar geti haft áhrif á stærð hrygningarstofnsins. Það sé slæmt að auka veiðihlutfallið. Slíkt gæti gert stofninn ósjálfbærann. Skoðum hvort innistæða er fyrir aðvörun forstjórans. Ég tel hann vera í pólitík, hagsmunagæslu, frekar en í fiskifræði. Afhverju ætti að taka mark á forstjóra Hafró? Frá árinu 1953 til 1982, þegar veiðar voru stjórnlausar, var þorskaflinn að meðaltali tæp 425 þúsund tonn á ári. Frá því aflamark var tekið upp 1995, og Hafró fór að hafa vit fyrir þjóðinni, til 2023 hefur þorskaflinn verið að meðaltali rúm 217 þúsund tonn á ári. Hafró vinnur eftir þeirri hugmynd að því stærri hrygningarstofn, því meira ætti að vera hægt að veiða úr stofninum. Árið 2019 sagði Hafró þorskstofninn ekki hafa verið stærri í 60 ár. Ráðgjöfin er þó alltaf á sama rólinu 200-220 þúsund tonn. Margir vísindamenn hafa marg oft gagnrýnt þessa aðferðarfræði Hafró. En það er staðreynd, að þegar hrygningarstofn nær ákveðinni stærð er ekkert samband milli stærðar stofnsins og nýliðunnar í stofninum. Þannig getur og hefur 200-300 þúsund tonna hrygningarstofn gefið mun meira af sér en 500 þúsund tonna stofn. Þetta liggur fyrir svart á hvítu, en Hafró heldur sig við úreld vinnubrögð. Gerir lítið eða ekkert ráð fyrir sambandi fiskistofna í vistkerfinu. Afhverju ætti þá að hlusta á forstjóra stofnunar, sem hefur ekki tekist í yfir 40 ár að auka afrakstur þorskstofnsins, þrátt fyrir að stofninn sé að þeirra eigin mati mun stærri en áður? Afhverju að hlusta á forstjóra stofnunnar sem ekki hefur tekist að byggja upp einn einasta nytjastofn sjávar . Þvert á móti. Ráðgjöf Hafró varð til þess að eyðileggja humarstofninn, innfjarðarrækjuna, skötuselinn, lúðuna og þorskstofninn nær ekki að gefa nema um 50% af því sem áður var.(áratugum saman) Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Alþjóða hafrannsóknastofnunarinnar, ICES, norskra fiskifræðinga og fleiri, hefur ráðgjöf Hafró orðið til þess að loðnustofninn er hruninn. Hann hefur farið úr 4 milljónum tonna í 200 þúsund tonn. ICES hefur ítrekað gagnrýnt Hafró fyrir ráðgjöf sem byggist á viðskiptamódelum en ekki vistfræði, sjáflbærni nytjastofna. Hrun loðnustofnsins er þegar farið að kosta þjóðfélagið, og hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Þorskurinn sem léttist ár frá ári, verður kynþroska seinna, sjálfsrán stóreykst, hrogn í hrygninum minnkar og eða hrygnur sleppa að hrygna, allt út af fæðuleysi sem rekja má til loðnubrests. Þorskstofninn og fleiri botnfiskar eru sveltir. Afhverju á þjóðin og þing að treysta Hafró? Afhverju losaði Kristján Þór Júlíusson ráðherra, sig við fyrrverandi forstjóra? Sigurður Guðjónsson fyrrverandi forstjóri Hafró, var Kristjáni ekki mjög leiðitamur. Sigurður var tregur til að ganga jafn hart að loðnunni, sem og jafn gjafmildur á laxeldisleyfi og Kristján taldi æskilegt. Spillingin er víða. Útgerðin kallaði á meiri loðnu, og kallinu skyldi svara. Sigurði var því fórnað, og núverandi forstjóri, sem þá vann í ráðuneyti Kristjáns, var ráðinn. Auk þess hafði núverandi forstjóri verið hjá Hafró í um 20 ár áður, og tileinkað sér vinnubrögðin þar á bæ. Það hefur heldur ekki staðið á því að ganga á loðnuna, enda stofninn hruninn, hvað sem Hafró segir. Staðreyndirnar liggja fyrir. Afhverju á þjóðin og þingið að treysta Hafró? Botninum náð. Skv. Rannsókn blaðamanna Kjarnans, 2023, þá tók forstjóri Hafró við tveimur greiðslum, 2 x 6 milljónum króna eða 12 milljónum, frá norsku fyrirtæki, eftir að hann varð forstjóri árin 2021-2022. Á sama tíma voru í gangi viðræður um samninga sem m.a. leiddu til þess að Hafró fékk 100 milljónir króna styrk frá fyrirtækinu Röst, „til að rannsaka Hvalfjörð“. Amk einn sérfræðingur Hafró hefur þegar hafið störf hjá Röst, sem stendur fyrir tilraunaverkefni með vítissóda, NaOH, 30 tonn skal losa í Hvalfjörð. Þess má geta að forstjórinn sagði þessar greiðslur ekkert koma þessum samningum við. Greiðslurnar voru vegna ráðgjafvinnu. Líklega er forstjóra starfið ekki tímafrekara en svo, að það er hægt að gera sig út í aukavinnu. En afhverju 30 tonn? Þetta á ekki að gera bara einu sinni, heldur oftar, en leyfið er sótt út á 30 tonn í einu. Jú ef magnið væri mikið meira, þyrfti Umhverfisstofnun að koma að málum og þar með væri leyfisveitingin ekki alfarið í höndum Hafró. Tilgangur tilraunarinnar er það sem skiptir öllu. Hann er að sjá hvort hægt er að auka getu sjávar til að vinna CO2 úr andrúmsloftinu með því að losa vítissóda í hafið. Ef tilraunin gengur upp er svo planið að losa vítissóda á iðnaðarskala, milljónir tonna, gegn greiðslu. Enn ein gróða hugmyndin vegna loftlagsbreytinga. Það kemur ekki á óvart að allt fremsta vísindafólk okkar, þó víðar sé leitað, telja þessa hugmynd galna. Hún er svo galin, að það læðist að manni sá grunur, að eitthvað annað en vísindaleg rök hafi þurft til að liðka fyrir útgáfu leyfis fyrir þessari tilraun. Hvernig getur þjóðin treyst stofnun, sem veitir leyfi til að losa vítissóda í hafið í nafni vísinda? Hvernig er hægt að treysta slíkri stofnun fyrir sjávarauðlindum þjóðarinnar? Er ekki löngu tímabært að stjórnvöld láti gera faglega úttekt á starfsemi Hafró? Á þjóðin ekki rétt á að fá 40 ára hörmungarsögu ráðgjafar Hafró endurskoðaða? Björn Ólafsson, útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú ríkisstofnun sem getur haft töluvert mikil áhrif á efnahagslífið hefur verið látin afskiptalaus áratugum saman. Ráðamenn hafa ekki sýnt Hafró neinn áhuga í samræmi við mikilvægi stofnunarinnar. Kosnir fulltrúar þjóðarinnar, hafa komist að því að þægilegast er bara að skipta sér ekkert af og gera eins og Hafró ráðleggur. Þetta hlítur að vera eina eða ein af örfáum ríkisstofnunum sem ekkert faglegt eftirlit er með. Stofnunin hefur komið sér upp þeim verkferlum, að gagnrýni einhver hana, þá er númer eitt að svara ekki gagnrýni eða afgreiða hana með skætingi. Árið 2002. lét þáverandi sjávarútvegsráðherra gera faglega athugun á vinnuferlum Hafró og viðbrögðum við gagnrýni (Tumi Tómasson, Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna). Út kom skýrsla þar sem koma fram að viðbrögð stofnunarinnar voru fjarri því að vera til fyrirmyndar. Skýrslan breytti engu, ef eitthvað er þá varð stofnunin forhertari gagnvart gagnrýni. Allt í einu beinir stjórnarandstaðan og SFS sjónun sínum að Hafró. Nú verður að taka varnaðarorðum forstjóra stofnunarinnar alvarlega. Veiðar smábáta, krókaveiðar, gætu sett allt á hvolf. Forstjóri Hafró bendir á að auknar þorskveiðar geti haft áhrif á stærð hrygningarstofnsins. Það sé slæmt að auka veiðihlutfallið. Slíkt gæti gert stofninn ósjálfbærann. Skoðum hvort innistæða er fyrir aðvörun forstjórans. Ég tel hann vera í pólitík, hagsmunagæslu, frekar en í fiskifræði. Afhverju ætti að taka mark á forstjóra Hafró? Frá árinu 1953 til 1982, þegar veiðar voru stjórnlausar, var þorskaflinn að meðaltali tæp 425 þúsund tonn á ári. Frá því aflamark var tekið upp 1995, og Hafró fór að hafa vit fyrir þjóðinni, til 2023 hefur þorskaflinn verið að meðaltali rúm 217 þúsund tonn á ári. Hafró vinnur eftir þeirri hugmynd að því stærri hrygningarstofn, því meira ætti að vera hægt að veiða úr stofninum. Árið 2019 sagði Hafró þorskstofninn ekki hafa verið stærri í 60 ár. Ráðgjöfin er þó alltaf á sama rólinu 200-220 þúsund tonn. Margir vísindamenn hafa marg oft gagnrýnt þessa aðferðarfræði Hafró. En það er staðreynd, að þegar hrygningarstofn nær ákveðinni stærð er ekkert samband milli stærðar stofnsins og nýliðunnar í stofninum. Þannig getur og hefur 200-300 þúsund tonna hrygningarstofn gefið mun meira af sér en 500 þúsund tonna stofn. Þetta liggur fyrir svart á hvítu, en Hafró heldur sig við úreld vinnubrögð. Gerir lítið eða ekkert ráð fyrir sambandi fiskistofna í vistkerfinu. Afhverju ætti þá að hlusta á forstjóra stofnunar, sem hefur ekki tekist í yfir 40 ár að auka afrakstur þorskstofnsins, þrátt fyrir að stofninn sé að þeirra eigin mati mun stærri en áður? Afhverju að hlusta á forstjóra stofnunnar sem ekki hefur tekist að byggja upp einn einasta nytjastofn sjávar . Þvert á móti. Ráðgjöf Hafró varð til þess að eyðileggja humarstofninn, innfjarðarrækjuna, skötuselinn, lúðuna og þorskstofninn nær ekki að gefa nema um 50% af því sem áður var.(áratugum saman) Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Alþjóða hafrannsóknastofnunarinnar, ICES, norskra fiskifræðinga og fleiri, hefur ráðgjöf Hafró orðið til þess að loðnustofninn er hruninn. Hann hefur farið úr 4 milljónum tonna í 200 þúsund tonn. ICES hefur ítrekað gagnrýnt Hafró fyrir ráðgjöf sem byggist á viðskiptamódelum en ekki vistfræði, sjáflbærni nytjastofna. Hrun loðnustofnsins er þegar farið að kosta þjóðfélagið, og hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Þorskurinn sem léttist ár frá ári, verður kynþroska seinna, sjálfsrán stóreykst, hrogn í hrygninum minnkar og eða hrygnur sleppa að hrygna, allt út af fæðuleysi sem rekja má til loðnubrests. Þorskstofninn og fleiri botnfiskar eru sveltir. Afhverju á þjóðin og þing að treysta Hafró? Afhverju losaði Kristján Þór Júlíusson ráðherra, sig við fyrrverandi forstjóra? Sigurður Guðjónsson fyrrverandi forstjóri Hafró, var Kristjáni ekki mjög leiðitamur. Sigurður var tregur til að ganga jafn hart að loðnunni, sem og jafn gjafmildur á laxeldisleyfi og Kristján taldi æskilegt. Spillingin er víða. Útgerðin kallaði á meiri loðnu, og kallinu skyldi svara. Sigurði var því fórnað, og núverandi forstjóri, sem þá vann í ráðuneyti Kristjáns, var ráðinn. Auk þess hafði núverandi forstjóri verið hjá Hafró í um 20 ár áður, og tileinkað sér vinnubrögðin þar á bæ. Það hefur heldur ekki staðið á því að ganga á loðnuna, enda stofninn hruninn, hvað sem Hafró segir. Staðreyndirnar liggja fyrir. Afhverju á þjóðin og þingið að treysta Hafró? Botninum náð. Skv. Rannsókn blaðamanna Kjarnans, 2023, þá tók forstjóri Hafró við tveimur greiðslum, 2 x 6 milljónum króna eða 12 milljónum, frá norsku fyrirtæki, eftir að hann varð forstjóri árin 2021-2022. Á sama tíma voru í gangi viðræður um samninga sem m.a. leiddu til þess að Hafró fékk 100 milljónir króna styrk frá fyrirtækinu Röst, „til að rannsaka Hvalfjörð“. Amk einn sérfræðingur Hafró hefur þegar hafið störf hjá Röst, sem stendur fyrir tilraunaverkefni með vítissóda, NaOH, 30 tonn skal losa í Hvalfjörð. Þess má geta að forstjórinn sagði þessar greiðslur ekkert koma þessum samningum við. Greiðslurnar voru vegna ráðgjafvinnu. Líklega er forstjóra starfið ekki tímafrekara en svo, að það er hægt að gera sig út í aukavinnu. En afhverju 30 tonn? Þetta á ekki að gera bara einu sinni, heldur oftar, en leyfið er sótt út á 30 tonn í einu. Jú ef magnið væri mikið meira, þyrfti Umhverfisstofnun að koma að málum og þar með væri leyfisveitingin ekki alfarið í höndum Hafró. Tilgangur tilraunarinnar er það sem skiptir öllu. Hann er að sjá hvort hægt er að auka getu sjávar til að vinna CO2 úr andrúmsloftinu með því að losa vítissóda í hafið. Ef tilraunin gengur upp er svo planið að losa vítissóda á iðnaðarskala, milljónir tonna, gegn greiðslu. Enn ein gróða hugmyndin vegna loftlagsbreytinga. Það kemur ekki á óvart að allt fremsta vísindafólk okkar, þó víðar sé leitað, telja þessa hugmynd galna. Hún er svo galin, að það læðist að manni sá grunur, að eitthvað annað en vísindaleg rök hafi þurft til að liðka fyrir útgáfu leyfis fyrir þessari tilraun. Hvernig getur þjóðin treyst stofnun, sem veitir leyfi til að losa vítissóda í hafið í nafni vísinda? Hvernig er hægt að treysta slíkri stofnun fyrir sjávarauðlindum þjóðarinnar? Er ekki löngu tímabært að stjórnvöld láti gera faglega úttekt á starfsemi Hafró? Á þjóðin ekki rétt á að fá 40 ára hörmungarsögu ráðgjafar Hafró endurskoðaða? Björn Ólafsson, útgerðartæknir.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun