„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2025 18:36 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti er yfir sig ánægður með vel heppnaða hernaðaraðgerð dagsins. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira