Gunnar hættir sem forseti Skáksambands Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 17:01 Gunnar Björnsson hefur verið forseti Skáksambandsins síðustu sextán ár og lýkur forsetatíð sinni um miðjan mánuð. Gunnar Björnsson, sem hefur verið forseti Skáksambands Íslands frá 2009, hefur tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig aftur fram sem forseti sambandsins. Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní. Skák Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní.
Skák Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira