Kosti tugi milljóna að hirða yfirgefin húsgögn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. maí 2025 23:50 Gunnar Dofri Ólafsson er samskiptastjóri Sorpu. Vísir/Ívar Fannar Íbúar í miðborg Reykjavíkur eru orðnir langþreyttir á húsgögnum sem reglulega eru skilin eftir við fjölbýlishús í hverfinu. Samskiptastjóri Sorpu segir athæfið fela í sér kostnað upp á tugi milljóna. Vakin er athygli á vandanum í íbúahópi miðborgarbúa á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar er bent á að það gerist trekk í trekk að hin ýmsu húsgögn séu skilin eftir í undirgöngum undir fjölbýlishúsum sem liggja inni í garða þeirra. Þar má nefna húsin við Bríetartún og Rauðarárstíg en líka hús að Grettisgötu, Njálsgötu og Bergþórugötu. Samskiptastjóri Sorpu segir ekki hægt að kenna bágu aðgengi að grenndarstöðvum Sorpu um útganginn í undirgöngunum. „Ég held að þarna strandi þetta bara frekar á vilja heldur en aðgengi, aðgengi að bílum er ekki erfitt og þetta eru þannig hlutir að þeir passa auðveldlega inn í sendibíla,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. „Það er leiðinlegt að sjá þetta af því að þetta á sér farveg hjá okkur á Sorpu, það er mjög auðvelt að koma með þetta til okkar, við erum með endurvinnslustöðvar á sex stöðvum sem eru opnar við góðan opnunartíma þannig að þetta á ekki að gerast og þarna er greinilega einhver sem er að misskilja hlutina.“ „Ástandið er svona í fleiri undirgöngum, þetta eru alveg heilmikil verðmæti sem eru í þessum göngum hérna í miðbænum? Þetta eru ekki bara verðmæti, heldur er þetta líka mikill kostnaður sem fellur á útvarsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu að taka þetta,“ segir Gunnar Dofri. „Sorpa hefur það kefli að sækja rusl í kringum grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík og Kópavogi, það eru tugir milljóna sem fara í það hjá okkur að sækja þetta og ég geri ráð fyrir að Reykjavíkurborg þurfi að verja öðru eins sem eru eitthvað eins og ég segi að misskilja það hvar rusl eigi að vera.“ Sorphirða Reykjavík Sorpa Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Vakin er athygli á vandanum í íbúahópi miðborgarbúa á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar er bent á að það gerist trekk í trekk að hin ýmsu húsgögn séu skilin eftir í undirgöngum undir fjölbýlishúsum sem liggja inni í garða þeirra. Þar má nefna húsin við Bríetartún og Rauðarárstíg en líka hús að Grettisgötu, Njálsgötu og Bergþórugötu. Samskiptastjóri Sorpu segir ekki hægt að kenna bágu aðgengi að grenndarstöðvum Sorpu um útganginn í undirgöngunum. „Ég held að þarna strandi þetta bara frekar á vilja heldur en aðgengi, aðgengi að bílum er ekki erfitt og þetta eru þannig hlutir að þeir passa auðveldlega inn í sendibíla,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. „Það er leiðinlegt að sjá þetta af því að þetta á sér farveg hjá okkur á Sorpu, það er mjög auðvelt að koma með þetta til okkar, við erum með endurvinnslustöðvar á sex stöðvum sem eru opnar við góðan opnunartíma þannig að þetta á ekki að gerast og þarna er greinilega einhver sem er að misskilja hlutina.“ „Ástandið er svona í fleiri undirgöngum, þetta eru alveg heilmikil verðmæti sem eru í þessum göngum hérna í miðbænum? Þetta eru ekki bara verðmæti, heldur er þetta líka mikill kostnaður sem fellur á útvarsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu að taka þetta,“ segir Gunnar Dofri. „Sorpa hefur það kefli að sækja rusl í kringum grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík og Kópavogi, það eru tugir milljóna sem fara í það hjá okkur að sækja þetta og ég geri ráð fyrir að Reykjavíkurborg þurfi að verja öðru eins sem eru eitthvað eins og ég segi að misskilja það hvar rusl eigi að vera.“
Sorphirða Reykjavík Sorpa Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira