Bað um 12 milljónir til að halda tónlistarhátíð í öðru sveitarfélagi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2025 12:10 Jökull Júlíusson er söngvari Kaleo. Hann fær ekki styrk frá Akureyri til að halda tónlistarhátíð hinu megin við Eyjafjörðinn. Vísir/Viktor Freyr Félagið Melody Man ehf., sem er í eigu Jökuls Júlíussonar söngvara Kaleo, fær ekki fjárstuðning frá Akureyrarbæ til þess að halda tónlistarviðburð í Vaglaskógi í sumar. Umsókn um 12 milljóna króna styrk frá bænum var hafnað af bæjarráði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit. Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar, þar sem erindi til bæjarins var tekið fyrir. Þar kemur fram að tónleikarnir séu fyrirhugaðir 26. júlí og ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram auk Kaleo sem gefi vinnu sína. Erindið er ritað af Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuðmanni og fyrrverandi þingmanni. Þar rekur hann tilurð lagsins og ljóðsins Vors í Vaglaskógi eftir Kristján frá Djúpalæk og Jónas Jónasson, og gríðarlegar vinsældir ábreiðu af laginu sem Kaleo gaf út árið 2012. Þá segist Jakob hafa skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur annar Íslendingur. „Hljómsveitin KALEO hefur um árabil alið með sér draum um að koma til Íslands og halda tónlistarhátíð í Vaglaskógi undir formerkjunum VOR Í VAGLASKÓGI og hefur nú falið Jakobi Frímanni Magnússyni umsjón með framkvæmdinni en hann hefur skipulagt fleiri tónlistar- og menningarviðburði en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Ráðgert er að halda umrædda tónlistarhátíð 26.júlí n.k. og mun það gert í nafni Melody Man félags Jökuls Júlíussonar forsprakka KALEO,“ segir í erindi Jakobs til bæjarins, en hann er titlaður sem skipuleggjandi þar. Boða fjölda listamanna Fram kemur að Kaleo hyggist gefa vinnu sína við hátíðina, en einnig sé ráðgert að Sigrún Stella, Svavar Knútur, Hjálmar og Júníus Meyvant komi fram, ásamt fleiri þjóðþekktum tónlistarmönnum. „Ljóst má vera að hér er um að ræða fágætt tækifæri til að koma á fót alþjóðlegum og árlegum tónlistarviðburði sem auka mundi hróður Akureyrar og nærsveita til mikilla muna auk þess að vera umtalsverður búhnykkur sveitarfélaginu öllu, þ.m.t. hótelum, veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðllum. Til að endar nái saman og að af tónlistarhátíðinni geti orðið er hérmeð óskað atfylgis Akureyrarbæjar með framlagi að upphæð kr. 12 milljónir [...] sem skipta mundi sköpum við að af þessu geti orðið. Benda má á til samanburðar að framlag Dalvíkurbæjar vegna Fiskidagsins var árum saman kr. 7.000.000,“ segir í erindi Jakobs. Í fundargerð segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu, en þar er þó ekki að finna neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þó er vert að taka fram að Vaglaskógur, þar sem til stendur að halda hátíðina, er ekki innan sveitarfélagsmarka Akureyrar, heldur í Þingeyjarsveit.
Tónlist Akureyri Þingeyjarsveit Tónleikar á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira