Færa boðuð gagnmótmæli gegn rasisma vegna ofbeldisógnar Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 10:39 Á meðal þeirra ummæla sem urðu til þess að gagnmótmælin voru færð voru ein um að berja þátttakendur í mótmælum fyrir Palestínumenn. Myndin er frá slíkum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Steingrímur Dúi Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum. Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Eftir að félagsskapur sem kallar sig „Ísland þvert á flokka“ boðaði til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og „opnum landamærum“ á Austurvelli á morgun tóku þrenn félagasamtök, þar á meðal No Borders, sig til og skipulögðu gagnmótmæli gegm rasisma og hatri á sama stað og á sama tíma. Nú hefur verið ákveðið að færa gagnmótmælin yfir á Ingólfstorg. Í tilkynningu á Facebook-síðu viðburðarins segir að No Borders-hópnum hafi borist skjáskot úr umræðum í hópnum Ísland þvert á flokka þar sem hvatt sé til ofbeldis gegn gagnmótmælendunum. „Þótt leyfi til tónleikahalds á Austurvelli hafi legið fyrir, teljum við okkur ekki geta haldið öruggari viðburð við þessar aðstæður. Því höfum við ákveðið að færa tónleikanna [svo] og mótmælin yfir á Ingólfstorg, þar sem öruggara verður,“ segir í tilkynningunni en auk No Borders standa samtökin Réttur barna á flótta og Heimssamband verkafólks á Íslandi að gagnmótmælunum. Fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi jaðarhægriflokks flytja ávörp Þrír ræðumenn eru sagðir ávarpa mótmælin gegn hælisleitendum á morgun, þar á meðal fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, lögmaður. Auk hans eru þau Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunar Fréttarinnar, og Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur, á mælendaskrá. Arndís Ósk var meðal annars í öðru sæti á framboðslista jaðarhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Hún var jafnframt prestur norsku þjóðkirkjunnar í Steinkjer í Þrændalögum. Biskup þar tók samfélagsmiðlavirkni Arndísar til skoðunar eftir að hún ýjaði að því að barnung dóttir afgansks hælisleitenda sem stóð til að vísa frá Íslandi væri í raun eiginkona hans. Áður hafði hún komist í klandur fyrir virkni í norskum Facebook-hópum sem gengu út á andúð á múslimum. Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður, er á að flytja ávarp hjá andstæðingum hælisleitenda á Austurvelli á morgun.Vísir/Vilhelm Á meðal þeirra krafna sem hópurinn setur fram er að hætt verði að taka við hælisumsóknum í fimm ár og að ríkislögreglustjóri segi af sér vegna „vanrækslu“ í garð landamæranna og löggæslu almennt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira