„Eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:34 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með andann og orkuna í sínu liði í dag sem vann 4-2 sigur á KR í bestu deildinni. Hann svaraði einnig til um möguleikana á því að Steven Caulker gengi í raðir Garðabæjarliðsins en Caulker var mættur í stúkuna á Samsung-vellinum í kvöld. „Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu. Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
„Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu.
Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira