Innlent

Hnífi beitt í heima­húsi á Húsa­vík

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Húsavík, þar sem hið meinta heimilisofbeldi átti sér stað.
Frá Húsavík, þar sem hið meinta heimilisofbeldi átti sér stað. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst í nótt tilkynning um heimilisofbeldi í heimahúsi á Húsavík. Fylgdi tilkynningunni að hnífi hefði verið beitt.

Tveir aðilar voru samkvæmt lögreglunni með áverka þegar lögregluþjóna og sjúkralið bar að garði. Annar er sagður með talsverða áverka en ekki lífshættulega og munu þeir líklega vera eftir hníf. Var sá fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík til aðhlynningar.

Hinn var með minni háttar áverka.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að unnið sé að rannsókn og hún sé á frumstigi. Frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×