Fótbolti

Búinn að kaupa hús og lög­fræðingarnir lentir í Napoli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
De Bruyne er ekki væntanlegur með Manchester City á HM félagsliða, samningur hans er að renna út og hann virðist á leið til Napoli.
De Bruyne er ekki væntanlegur með Manchester City á HM félagsliða, samningur hans er að renna út og hann virðist á leið til Napoli. Ben Roberts - Danehouse/Getty Images

Forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis, segir belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne við það að ganga frá samningi við félagið, hann sé búinn að kaupa hús fyrir fjölskylduna í Napoli. Greint er frá því að lögfræðingar De Bruyne séu mættir til Napoli að ganga frá samningum.

De Bruyne er á förum frá Manchester City eftir áratug á Englandi, þegar samningur hans rennur út í sumar, en virðist líða vel í ljósbláa litnum og allt lítur út fyrir að hann semji við Napoli, sem varð Ítalíumeistari í fjórða sinn síðasta föstudag.

Napoli fagnaði titlinum með skrúðgöngu í gegnum borgina í gærkvöldi, þar sem forseti félagsins var spurður út í De Bruyne.

„Ég veit að hann er búinn að skoða borgina… Ég held meira að segja að hann sé búinn að kaupa glæsilegt hús. Ég átti vídeóspjall í [gær]morgun, við hann, konuna hans og drenginn þeirra, yndisleg fjölskylda… Samningurinn er ekki frágenginn, fyrr en hann er frágenginn munum við ekki tilkynna neitt“ sagði forsetinn De Laurentiis.

Yfirmaður íþróttamála hjá Napoli, Giovanni Manna, var einnig spurður út í De Bruyne og sagði mikla spenna hjá félaginu fyrir leikmanninum.

„Við getum allavega að við erum búin að vinna að þessu í langan tíma, og við getum séð endamarkið. Við viljum ekki gefa fólki falskar vonir, en þetta þokast í rétta átt. Við vonumst til að geta gefið stuðningsmönnum nýjan leikmann, liðið á það skilið líka“ sagði Giovanni.

Ásamt Napoli eru fjölmörg lið í MLS deild Bandaríkjanna sýna De Bruyne áhuga, en hann er sagður spenntastur fyrir skiptum til Ítalíumeistaranna.

Matteo Moretto, áreiðanlegur ítalskur félagaskiptasérfræðingur, greindi frá því í morgun að lögfræðingar De Bruyne væru mættir til Napoli. Gengið yrði frá samningum á næstu tveimur sólarhringum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×