Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 06:45 Mál Helga Magnúss Gunnarssonar hefur verið til vandræða hjá dómsmálaráðuneytinu í töluverðan tíma og er dómsmálaráðherra sagður ætla að leysa það með embættisfærslu. Vísir/Vilhelm/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. Morgunblaðið greinir frá boði Þorbjargar og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þó ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Nýtt embætti eða laun næstu níu ár Ráðherra er heimilt að flytja Helga Magnús til í embætti á grunni 20. greinar stjórnarskrár lýðveldisins. Þar stendur að embættismanni sé veittur kostur á að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum. Vararíkissaksóknari er skipaður ævilangt en ríkisstarfsmönnum er gert að hætta þegar þeir eru sjötugir. Í Morgunblaðinu kemur fram að þiggi Helgi Magnús verði embætti vararíkislögreglustjóra en í það hefur ekki verið skipað frá 2010. Ekki er gert ráð fyrir embættinu í núverandi skipuriti embættis ríkislögreglustjóra. Þá kemur fram í blaðinu að hafni Helgi Magnús boði dómsmálaráðherra muni það tryggja honum full laun án vinnuframlags til sjötíu ára aldurs, eða næstu níu árin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Helgi Magnús ekki tekið ákvörðun í málinu. Ekki fylgir sögunni hver afstaða ríkislögreglustjóra er í málinu. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá boði Þorbjargar og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þó ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Nýtt embætti eða laun næstu níu ár Ráðherra er heimilt að flytja Helga Magnús til í embætti á grunni 20. greinar stjórnarskrár lýðveldisins. Þar stendur að embættismanni sé veittur kostur á að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum. Vararíkissaksóknari er skipaður ævilangt en ríkisstarfsmönnum er gert að hætta þegar þeir eru sjötugir. Í Morgunblaðinu kemur fram að þiggi Helgi Magnús verði embætti vararíkislögreglustjóra en í það hefur ekki verið skipað frá 2010. Ekki er gert ráð fyrir embættinu í núverandi skipuriti embættis ríkislögreglustjóra. Þá kemur fram í blaðinu að hafni Helgi Magnús boði dómsmálaráðherra muni það tryggja honum full laun án vinnuframlags til sjötíu ára aldurs, eða næstu níu árin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Helgi Magnús ekki tekið ákvörðun í málinu. Ekki fylgir sögunni hver afstaða ríkislögreglustjóra er í málinu.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01