Allt farið í hund og kött á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 15:39 Minnihlutinn gekk hart fram og að dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, sem sagði á Sprengisandi minnihlutann stunda ómerkilega tafaleiki. Ríkisstjórnin sé með dagskrárvaldið. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu. Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira