Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 17:15 Það virðist ekki enn öruggt að Ange Postecoglou verði áfram stjóri Tottenham, eftir skelfilegt gengi í ensku úrvalsdeildinni en Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getty/Justin Setterfield Með 4-1 tapinu á heimavelli gegn Brighton í gær setti Tottenham met yfir flest töp án þess að það kosti fall, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það er ástæðan fyrir því að óvissa ríkir um framtí Ange Postecoglou, þrátt fyrir Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeildinni. Tottenham tapaði 22 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu og endaði með aðeins 38 stig í 17. sæti deildarinnar. Engu að síður var liðið langt frá því að falla því það endaði 13 stigum fyrir ofan Leicester sem endaði í 18. sæti og féll ásamt Ipswich og Southampton. 22 - Tottenham Hotspur lost 22 league games this season, the most ever by a team that avoided relegation in a 38-game Premier League campaign. Fortunate. pic.twitter.com/MFVFwC1z66— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025 Vegna sigursins á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar verður Tottenham eitt af sex enskum liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það var einn af fjórum sigrum Tottenham gegn United á leiktíðinni og voru sigurleikirnir gegn United 16% af öllum sigrum Tottenham á tímabilinu. 16% of Spurs' wins this season came against Man Utd— Duncan Alexander (@oilysailor) May 21, 2025 Enskir miðlar segja að þrátt fyrir langþráðan titil Tottenham, þann fyrsta frá deildabikarmeistaratitlinum árið 2008, ríki óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóra félagsins. Hann var þó sjálfur hissa þegar hann var spurður út í það í gær hvaða mat hann legði á nýafstaðið tímabil: „Hvernig met ég það?! Framúrskarandi! Við unnum titil, sem við höfðum ekki gert í sautján ár, og við erum komnir í Meistaradeild Evrópu. Þið hefðuð getað spurt hvern sem er hjá þessu félagi í upphafi tímabilsins um hvort þeir myndu þiggja þetta og ég er nokkuð viss um að enginn myndi hafna því,“ sagði Postecoglou sem telur í raun fráleitt að til greina komi að hann haldi ekki áfram hjá Tottenham. „Ég skal vera hreinskilinn. Mér hefur fundist það mjög skrýtið að þurfa að ræða um framtíð mína þegar við höfum afrekað eitthvað einstakt. Ég hef þurft að svara þessum spurningum vegna þess að enginn annar hjá félaginu er í aðstöðu til þess, býst ég við,“ sagði Postecoglou. Eini maðurinn sem gæti gefið skýr svör um hvort Tottenham ætli að halda Postecoglou í starfi er Daniel Levy, stjórnarformaður, sem ekki hefur tjáð sig opinberlega enn sem komið er. Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Tottenham tapaði 22 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu og endaði með aðeins 38 stig í 17. sæti deildarinnar. Engu að síður var liðið langt frá því að falla því það endaði 13 stigum fyrir ofan Leicester sem endaði í 18. sæti og féll ásamt Ipswich og Southampton. 22 - Tottenham Hotspur lost 22 league games this season, the most ever by a team that avoided relegation in a 38-game Premier League campaign. Fortunate. pic.twitter.com/MFVFwC1z66— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025 Vegna sigursins á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar verður Tottenham eitt af sex enskum liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það var einn af fjórum sigrum Tottenham gegn United á leiktíðinni og voru sigurleikirnir gegn United 16% af öllum sigrum Tottenham á tímabilinu. 16% of Spurs' wins this season came against Man Utd— Duncan Alexander (@oilysailor) May 21, 2025 Enskir miðlar segja að þrátt fyrir langþráðan titil Tottenham, þann fyrsta frá deildabikarmeistaratitlinum árið 2008, ríki óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóra félagsins. Hann var þó sjálfur hissa þegar hann var spurður út í það í gær hvaða mat hann legði á nýafstaðið tímabil: „Hvernig met ég það?! Framúrskarandi! Við unnum titil, sem við höfðum ekki gert í sautján ár, og við erum komnir í Meistaradeild Evrópu. Þið hefðuð getað spurt hvern sem er hjá þessu félagi í upphafi tímabilsins um hvort þeir myndu þiggja þetta og ég er nokkuð viss um að enginn myndi hafna því,“ sagði Postecoglou sem telur í raun fráleitt að til greina komi að hann haldi ekki áfram hjá Tottenham. „Ég skal vera hreinskilinn. Mér hefur fundist það mjög skrýtið að þurfa að ræða um framtíð mína þegar við höfum afrekað eitthvað einstakt. Ég hef þurft að svara þessum spurningum vegna þess að enginn annar hjá félaginu er í aðstöðu til þess, býst ég við,“ sagði Postecoglou. Eini maðurinn sem gæti gefið skýr svör um hvort Tottenham ætli að halda Postecoglou í starfi er Daniel Levy, stjórnarformaður, sem ekki hefur tjáð sig opinberlega enn sem komið er.
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira