Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 17:15 Það virðist ekki enn öruggt að Ange Postecoglou verði áfram stjóri Tottenham, eftir skelfilegt gengi í ensku úrvalsdeildinni en Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getty/Justin Setterfield Með 4-1 tapinu á heimavelli gegn Brighton í gær setti Tottenham met yfir flest töp án þess að það kosti fall, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það er ástæðan fyrir því að óvissa ríkir um framtí Ange Postecoglou, þrátt fyrir Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeildinni. Tottenham tapaði 22 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu og endaði með aðeins 38 stig í 17. sæti deildarinnar. Engu að síður var liðið langt frá því að falla því það endaði 13 stigum fyrir ofan Leicester sem endaði í 18. sæti og féll ásamt Ipswich og Southampton. 22 - Tottenham Hotspur lost 22 league games this season, the most ever by a team that avoided relegation in a 38-game Premier League campaign. Fortunate. pic.twitter.com/MFVFwC1z66— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025 Vegna sigursins á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar verður Tottenham eitt af sex enskum liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það var einn af fjórum sigrum Tottenham gegn United á leiktíðinni og voru sigurleikirnir gegn United 16% af öllum sigrum Tottenham á tímabilinu. 16% of Spurs' wins this season came against Man Utd— Duncan Alexander (@oilysailor) May 21, 2025 Enskir miðlar segja að þrátt fyrir langþráðan titil Tottenham, þann fyrsta frá deildabikarmeistaratitlinum árið 2008, ríki óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóra félagsins. Hann var þó sjálfur hissa þegar hann var spurður út í það í gær hvaða mat hann legði á nýafstaðið tímabil: „Hvernig met ég það?! Framúrskarandi! Við unnum titil, sem við höfðum ekki gert í sautján ár, og við erum komnir í Meistaradeild Evrópu. Þið hefðuð getað spurt hvern sem er hjá þessu félagi í upphafi tímabilsins um hvort þeir myndu þiggja þetta og ég er nokkuð viss um að enginn myndi hafna því,“ sagði Postecoglou sem telur í raun fráleitt að til greina komi að hann haldi ekki áfram hjá Tottenham. „Ég skal vera hreinskilinn. Mér hefur fundist það mjög skrýtið að þurfa að ræða um framtíð mína þegar við höfum afrekað eitthvað einstakt. Ég hef þurft að svara þessum spurningum vegna þess að enginn annar hjá félaginu er í aðstöðu til þess, býst ég við,“ sagði Postecoglou. Eini maðurinn sem gæti gefið skýr svör um hvort Tottenham ætli að halda Postecoglou í starfi er Daniel Levy, stjórnarformaður, sem ekki hefur tjáð sig opinberlega enn sem komið er. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Tottenham tapaði 22 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu og endaði með aðeins 38 stig í 17. sæti deildarinnar. Engu að síður var liðið langt frá því að falla því það endaði 13 stigum fyrir ofan Leicester sem endaði í 18. sæti og féll ásamt Ipswich og Southampton. 22 - Tottenham Hotspur lost 22 league games this season, the most ever by a team that avoided relegation in a 38-game Premier League campaign. Fortunate. pic.twitter.com/MFVFwC1z66— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025 Vegna sigursins á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar verður Tottenham eitt af sex enskum liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það var einn af fjórum sigrum Tottenham gegn United á leiktíðinni og voru sigurleikirnir gegn United 16% af öllum sigrum Tottenham á tímabilinu. 16% of Spurs' wins this season came against Man Utd— Duncan Alexander (@oilysailor) May 21, 2025 Enskir miðlar segja að þrátt fyrir langþráðan titil Tottenham, þann fyrsta frá deildabikarmeistaratitlinum árið 2008, ríki óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóra félagsins. Hann var þó sjálfur hissa þegar hann var spurður út í það í gær hvaða mat hann legði á nýafstaðið tímabil: „Hvernig met ég það?! Framúrskarandi! Við unnum titil, sem við höfðum ekki gert í sautján ár, og við erum komnir í Meistaradeild Evrópu. Þið hefðuð getað spurt hvern sem er hjá þessu félagi í upphafi tímabilsins um hvort þeir myndu þiggja þetta og ég er nokkuð viss um að enginn myndi hafna því,“ sagði Postecoglou sem telur í raun fráleitt að til greina komi að hann haldi ekki áfram hjá Tottenham. „Ég skal vera hreinskilinn. Mér hefur fundist það mjög skrýtið að þurfa að ræða um framtíð mína þegar við höfum afrekað eitthvað einstakt. Ég hef þurft að svara þessum spurningum vegna þess að enginn annar hjá félaginu er í aðstöðu til þess, býst ég við,“ sagði Postecoglou. Eini maðurinn sem gæti gefið skýr svör um hvort Tottenham ætli að halda Postecoglou í starfi er Daniel Levy, stjórnarformaður, sem ekki hefur tjáð sig opinberlega enn sem komið er.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira