Innlent

Fram­tíð vara­ríkis­sak­sóknara ræðst á allra næstu dögum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. 
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.  Vísir/Arnar Halldórsson

Niðurstöðu dómsmálaráðherra í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara má vænta á næstu dögum. Ráðherra greindi frá þessu á Sprengisandi í morgun. 

„Þetta er erfitt mál. Þetta er erfitt mál lagalega og það þarf að vanda þar til verka en það styttist mjög í niðurstöðu þessa máls. Það er í dögum talið,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í viðtalinu. 

Helgi Magnús kom aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Síðan þá segist hann ekki hafa fengið verkefni og honum ekki verið hleypt inn í tölvukerfi embættisins. 

Mál hans hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en dregist á langinn, meðal annars vegna ráðherraskipta í kjölfar þingkosninga í nóvember. 

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá embætti tímabundið síðasta sumar. Ástæða beiðninnar var kæra á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Sigríður, sem gaf honum áminningu í starfi árið 2022, hefur sagt háttsemina ósæmilega og varpa rýrð á embættið. 


Tengdar fréttir

Vand­ræða­saga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingar­tussa“ og Face­book-þumallinn

„Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×